Tuesday, 21 September 2010

Back to business!!

Hallóoo
Þá er ofurbloggarinn mættur aftur til starfa eða þannig...
það sem hefur drifið á mína daga frá því seinast er að í lok ágúst fór ég til Munchen í Þýskalandi, þar átti ég æðislegan tíma með 3 öðrum crew-i. Við komum uppá hótel um 2 og flýttum okkur að skipta um föt og hittumst hálftíma seinna til að koma okkur í bæinn. Þarna er svona metro-tube sem við hoppuðum uppí. Ákváðum að vera soldið áhættusjúk og keyptum EKKI miða, ætluðum bara þykjast vera sofandi ef að einhver kæmi að tékka á þessu þar sem maður hefur heyrt að crewið stundar þetta grimmt. En já við röltum um og fórum í English garden þar sem maður sá eldri menn strípalingast um í garðinum, vissi nú ekki alveg hvert ég ætlaði þegar ég sá þann fyrsta berrassaðan þarna um í garðinum og börn þarna líka! hvurslags og annað eins! En þetta tíðkast víst þarna og ég var álitin voða skrítin fyrir að finnast eitthvað athugavert við þetta. Eftir þetta var að sjálfsögðu tékkað á Hofbrauhaus sem er staðsett í hjartaborgarinnar, þar fengum við okkur STÓRA bjórkrúsir. Okkur leyst ekkert á að borða þarna þannig við fórum á æðislegan ítalskan veitingastað. Eftir þetta skyldu leiðir okkar ég og hin stelpan fórum uppá hótel og fengum okkur einn drykk og strákarnir fóru eitthvað annað. Um morguninn var farið í supermarkað og restin af pengunum eitt sem við fengum, þar var keypt ferskt pasta, pönnukökudeig, brauð, kæfa og ýmsilegt. :)
Næsta layover var til Nairobi í Kenya, þar var nú bara farið í safarí með öðrum crew-i og mikið borðað. Alveg ótrúlegt hvað maður hefur prufað að borða alþjóðlegan mat núna, steikur í s-Afríku, kóreskan mat, kínverskan, japanskan! s.s. sushi oft fyrir valinu, segiði svo að ég sé ekki að borða fisk! ;) ég fæ mér reglulega sushi!
Enn allavega já ég er líka búin að fara til Jóhannesarborgar, þar var ekki mikið gert, fékk mér í glas með crewinu. Jemiiinnn S-Afríku rauðvín er það besta sem ég haf á ævinni smakkað! og tala nú ekki um T-bone-ið skooo ;) skellti mér á eitt svoleiðs daginn eftir sem var yndislegt þegar maður er glooorhungrað daginn eftir djamm.
En já svo um daginn fór ég aftur til Munchen, þar var rölt um og shoppað aðeins í HM þar sem vetrarlínan er að detta inn og er hún nú ekki í verri endanum!! ;)
En já núna var ég að koma frá Nýjasjálandi og Ástralíu!!
Byrjaði á 13 tíma flugi til Ástralíu - Melbourne, þar var 3 tíma hvíld sem ég fékk. Lentum um morgunin þar og vorum s.s. búin að fljúga allan daginn.. var dauuuð þreytt. Náði rétt svo að skríða uppí stóra rúmmið mitt.. Rotaðist þar til 1400 á localtima þar, dröslaði mér svo á lappir og fór útað borða með einni stelpu sem hafði verið með mér í training. Svo var farið aftur uppá hótel, reyndi eins og ég gat að halda mér vakandi en rotaðist fyrir framan sjónvarpið. Vaknaði galvösk á miðnætti á þeirra tíma og alveg sársvönng! pantaði mér roomservice. Daginn eftir var haldið til Nýjasjálnds, maður aðeins farin að venja tímamismunum. Fór út og rölti með 3 öðrum crew, enduðum á kóreskubuffei. Yndislegt. En svo um nóttina vaknaði mín ekki bara aftur um 5 leytið.. ótrúlegt hvaða tímamismunur getur verið erfuður stundum, 8-10 munur frá Dubai og tala nú ekki um 12 tímar frá Íslandi. En daginn eftir kom fór ég í SkyTower og sá yfir allt.

Svona til að nefna það líka þá átti ég afmæli um daginn! mín bara orðin 22 ára! 8 september fór ég með Maríu og Guðrúnu útað borða..9 september fór ég til vinar míns og þangað komu Matthildur, Pála, Steingrímur (s.s. íslenskamafían) ;) og nokkrir vinir mínir úr trainingu, þarna var drukkið og skemmt sér. Haldiði svo ekki bara á miðnætti að íslenska mafían hafi ekki sungið afmælisöngin fyrir mig. Yndislegir vinir alveg hreinnt! :D Framhaldið á kvöldinu er ekki við hæfi ritstjórnar.
10 september sjálfan afmælisdaginn kom hún Rakel til mín og við pöntuðum okkur sushi og drukkum hvítvín. Eftir þetta skelltum við okkur á Atlantis þar sem var brjálað sundlaugarpartý! já skal nú bara segja ykkur, sveittir, stæltir steraboltar útúm allar áttir, s.s. þarna sem sterboltarnir halda sig. haha Við kynntum 2 yndislegum strákum sem við spjölluðum heilengi við. Eftir langt spjall og marga drykki skelltum við okkur útí laug í körfubolta, það var nú meira sullið! hehee og frasinn its my birthday var nú ansi oft notaður þannig ég var alltaf að fá bolta haha :D 12 september bauð ég svo þeim íslendingum sem voru í Dubai að koma til mín Gytis vinur minn kom einnig með vin sinn. Hér var sko sannarlega fjööör! Fjörið var svo haldið niðra salsaclub Trader´vic. Eftir þetta kvöld erum við Íslendingar mjög líklega ekki velkomin aftur. Það var þannig að við vorum að pósa og skemmta okkur fyrir framan þennan æðislega litla gosbrunn? eða poll og haldiði ekki að við höfum dottið ofaní hann!! Öryggisverðirnir misstu andlitið og við bara uupppss sooo sorryy sooo sorry og hlupum inní næstu lyftu. hahah Haldiði ekki að þetta atvik sé fast á filmu þar sem að það sjást bara lappir uppí loft og hausarnir bakvið einhverstaðar!! Hef ekki látið sjá mig á þessum stað síðan þá.

Í gær og í dag er ég bara búin að vera dúlla mér, í gær var ég heima rosa þreytt eftir 6 daga ástralíu ferðina mína, ákvað að vera dugleg og eldaði mér vorrúllur og kínverskhrísgrjón og glápti á despó. Í dag fór ég og stússaðist aðeins í ferðamiðanum mínum, kom svo heim og var rosa löööt, endaði með að ég pantaði mér sushii og glápi nú hér á nýjasta GOSSIP GIRL! :D
vúhú..núna er maður einnig komin með fasta rútínu í hand og fótsnyrtingu.. það er svo ódýrt hérna að maður nýtir sér það óspart! :D
Á morgun er ég svo að fara til Birmingham í UK. Get ekki beðið eftir að komast í Primark og versla hitt og þetta. S.s jólagjafirnar í ár ;) djóókk!
En svo er hitt layoverið mitt til London Gatwick, maður er nánasta bara á Íslandi ;)

En eitt að lokum! ég er ekki að nota íslenskasímann minn hérna út.
Símanúmerið mitt er 00971-567340729. En tek upp aftur það íslenska þegar ég kem heim og þannig..

Bæ í biliii..
-Anna