Halló elsku fallega fólk nær og fjær!
Loksins er ég búin að finna bloggsíðu sem virkar!
Núna er vika síðan ég lagði af stað í þetta svaka ævintýri til Dubai..
Það byrjaði að ég þurfti að fljúga til London og þaðan til Dubai..í London var að sjálsögðu komið við á Starbucks.. hérna úti er Starbucks á öllum götuhornum.. eins og úti, ég lenti uppúr miðnætti í Dubai og þurfti svo að bíða í einhverntíma þar eftir fleira fólki sem var að lenda og var líka að byrja, á meðan ég beið hitti ég nokkra aðra sem eru líka að byrja.. fólk alveg allstaðar úr heiminum! mjög gaman.. ég var komin uppí íbúðina mína svona um 4 leytið alveg dauðþreytt, kunni að sjálfsögðu ekkert á loftkælinguna þannig ég var að deyja úr kulda úff.. en núna er hún komin í lag:)
Stelpurnar sem ég bý með virðast vera mjög yndislegar.. þær heita Kitty frá Þýskalandi (31 árs) og Desiree frá Spáni (28 ára). Íbúðin er alveg æðislega flott! eins og að lifa bara á hóteli, með lobbyi og allt hehe.. útum svefniherbergisgluggan minn er útsýni útum stærsta turn í heimi, er á 15 hæð.. get aldrei munað hvað hann heitir þó ég heyri nafnið oft á dag.. kalifa e-h? Húsið mitt þykir flottasta byggingin á svæðinu sem er í boði fyrir cabin crew, erum með geðveika sundlaug og flotta líkamsrækt! mikil öfund í gangi hehe.. sumir eru búsettir útí rassgati í eyðimörkinni... s.s. mjög langt fyrir það fólk að komast downtown.. ekki að ég viti hvar það er en ég veit hvar eyðimörkin er og hun er ekki nálægt neinu hehe
Um daginn fórum við til læknis í blóðprufur og svoleiðis.. frekar ógeðsleg læknisaðstaða fannst mér.. :/ þurfti að biðja konuna að vinsamlegast að skipta um hanska áður en hún færi eitthvað að meðhöndla sprautuna og mig.. var s.s. í blóðprufu, þetta fólk er svo sérviturt, þurfum að endurtaka næstum öll læknisprófin aftur hérna úti! fáranlegt, eins og þetta var fáranlega dýrt á Íslandi! Hérna er eiginlega ekkert sem heitir strax þannig mest allur dagurinn fer bara í að bíða og bíðaaaaa.....
Um daginn fórum við í sætesýnistúr um Dubai.. fórum m.a. á Palm island.. þessa flottu.. engar smá byggingar sem eru hérna í Dubai.. bara GEÐVEIKT.. það er örugglega mjög gaman að vera arkitekt hérna og missa sig í ýmindunaraflinu..
Yfirmanneskjurnar hérna eru mjög strangar! er skíthrædd við þær, sem er kannski bara gott það heldur manni sko við efnið.. maður er að vakna 0500 á morgnanna til að hafa sig til þar sem bussinn kemur rétt fyrir 6 að pikka mann upp og skutlar manni í skólann. Skólinn er alveg geðveikt flottur!! trúi ekki að það sé til svona mikið sem snýr bara að cabin crew, erum í nokkrum byggingum sem við þurfum að taka buss á milli.. hlakka til að sjá simuleterana sem eiga víst að vera eitt það bestu í heimi! Emirates er að þjálfa önnur flugfélög en sitt eigið hef ég heyrt. Núna voru ca 38þús manns sem sóttu um hjá þeim, 23500 komust í Final interview og 3300 manns komust að!!!!!!!!!!!!!!!!! þannig að er mjög gaman að hugsa útí hvaða stóra hópi maður var valinn úr.. eins gott að standa sig vel! :D
Í gær fórum við og mátuðum uniformið, það var geðveikt gaman, núna er verið að panta það/sauma á okkur og munum við fá það eftor 5 vikur skilst mér.. þá þurfum við að ganga í því í skólanum. Erum núna í æðislega fallega rauðum stuttermabolum.. sem er einskonar uniform.. þurfum að vera alveg eins útlýtandi varðandi make up, uppsett hár og í aðal uniforminu nema en erum í öðruvísi fötum.. héra eru geðveikt strangar REGLUR.. það má ekki borða og labba á sama tími. ekki drekka úr stút, alltaf að nota rör eða vera með bolla á sér, bannað að vera með tyggjó, bannað að krossleggja hendur og blabla.. get ekki talið allt upp það er svo mikið..þannig að maður hefur voða lítin tíma til að borða.. borða morgunmat fyrir 6 og síðan eiginlega ekki neitt nema um 12 og svo 17!! það er ekki neitt.. svo þegar ég kem heim er ég yfirleitt of þreytt til að elda og gera neitt, er búin að elda einu sinni, og var það kjúklingur og hrísgrjón(sem voru frekar hörð) :(
í dag fórum við aftur til læknis.. þurftum að pissa í glas( drugtest) á klóstinu var ekkert rennandi vatn því fólk hefur víst verið að mixa vatni útí pissið sitt til að drug-ið sæist ekki.. frekar ógeðslegt! en maður labbaði með þetta yfir í herbergi við hliðiná og gat þvegið sér þar.. svo var líka tekin af okkur ID- mynd.. það var nú frekar skrítin aðstaða.. einhver arabi inní skáp liggur við þar sem þetta var svo lítið rými og við vorum 3 að kúldrast bakvið pínulítið cover sem við gátum skipt þar sem við þurftum að vera í uniform jakka á myndinni og skyrtu.. svo tók hann 1! endurtek 1!! mynd og sagði svo bara búið.. þannig maður vonar bara að þetta sé okei mynd, maður situr uppi með hana forever! ég er búin að kynnast fullt af frábærum krökkum frá allstaðar úr heiminum! mjög gaman :D og já hérna 80-90% af strákunum hommar! á einmitt 2 rosa sæta homma vini.. það eru einmitt þeir sem eru með mér á myndunum ef þið voruð e-h að pæla.. s.s. snaaaaar öfugir haha.. ekki til 1 karlgen í þeim eiginlega, engin smá beib sem þeir geta verið! :D hah
Hérna er veðrið í 38- 40°c ógeðslega heitt, maður finnur mikið fyrir því útaf rakanum í loftinu.. leiðinlegi bus-karlinn henti okkur einmitt útí dag í vitlausri byggingu og við þurftum að ganga smá spöl! og smá spöl í hælum, sokkabuxum og því tilheyrandi, svört föt.. var ekkert grín! hélt ég myndi varla meika það í skólann..eftir 3 vikur mun hitinn hækka.. það verður svakalegt! þá er hann víst í 43-50°c.. gæti farið hærra! en það er alltílæ þar sem ég mun bara hanga inni og læra í kuldanum.. ekki mikið líf framundan nema lærdómur! maður getur eiginlega ekkert verið í sólbaði útaf rakanum, maður verður s.s ekkert brúnn, og ég nenni ekki að liggja í sólbaði til einskis, ónei.
En ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.. man ekki alveg eftir meiru skemmtilegu eins og er til að segja ykkur :)
Knús og kveðjur héðan í Dubai! :D -Anna
frábært að fylgajst með ferðasögunni krúttið mitt.. og þú ert þrælskemmtiegur penni ;) skrifar á svo skemmtlegan og humoriskan hátt elskan mín, endilega haltu okkur við efnið ..
ReplyDeletelove u alot ;)og farðu varlega ;)
kv jóna og Aron <3
Æði :o)
ReplyDeleteÞið þurfið greinilega að tileinka ykkur arabíska siði (þ.e. hvernig konum er gert að haga sér) svo þið séuð fyrirtækinu til sóma:) Það hlýtur þá að vera búið að banna ykkur að sýna undir skósólann, mikill dónaskapur í mið-austurlöndum að sýna skítuga skósóla. Mundu að fara í kryddsúkkið og kaupa þér bestu döðlur og hnetur í heimi og borða shwarma :))
Gangi þér vel
Lára
Fínt að þurfa að læra þessa arabísku siði, svo kemuru til aftur heim til Íslands svaka dama!! hehehe ;) En æði að lesa hjá þér blogg, halda þessu áfram og skella fleirri myndum inn sem fyrst
ReplyDeletekiss koss og knús!!! Ást á þig vinkona!
Gaman að geta fylgst með þér Anna. Gangi þér allt í haginn þarna út. Take care.
ReplyDeleteKnús....
Laila og fjölskylda.
Gaman að lesa, knús : )
ReplyDeleteMér var bent á bloggið þitt. Mér finnst gaman að sjá hvernig lífið er þarna úti. Hlakka til að sjá meira blog frá þér.
ReplyDeleteGangi þér vel :)
kv.
Óli bróðir Ellu
Knús og kossar til þín elsku vinkona!
ReplyDeleteHlakka til að lesa næsta blogg (blikk blikk ;)
Kv. Guðrún Helga
þetta er nú meira ævintýrið Anna mín.
ReplyDeleteVið hugsum til þín.
Ella og pabbi
Geðveikt gaman að lesa bloggið þitt :D Vona að við hinar verðum í sömu byggingu :) Hvað ert þetta langur skóli sem við þurfum að fara í, er hann ekki bara 5 vikur eða?
ReplyDelete