Sæl veriði :D
Hérna er veðrið alltaf farið að hitna og hitna og rakinn alveg í hámarkii!
í dag var víst 44°.. fann ekkert rosalega mikið fyrir því þar sem ég svaf út og fór svo í Dubai-mall að versla í matinn með Katerinu sem býr í sama húsi og ég. Við fórum og fengum okkur að borða aðeins.. junkfood að sjálfsögðu sem er mjög nauðsynlegt eftir djamm hehe Mc donalds var fyrir valinu að þessu sinni... ætla ekki einu sinni að pæla í kaloríunum átti þetta svo sannarlega skilið.
En heyriðiii maður er bara orðið celeb hérna úti ;) haha .. það var kona frá Kína/kóreu? sem stoppaði mig og spurði hvort maðurinn hennar mætti taka mynd af okkar saman! haha ég bara uhh jája þannig það er einhver kona útí heimi sem á mynd af mér og sér saman, frekar fyndið! :D
Þegar ég kom heim var bara fullt af fólki í heimsók.. Desiree stelpa sem ég bý með var með kærastann sinn og vinkonu sína í heimsókn, einnig var vinur kærasta hennar.. stuttu seinna kom bróðir kærasta hennar sem er 18 ára, veit nú ekki alveg hvað hann var að gera hérna en það var alveg nóg að fólki.. hann var að fara á deit með stelpu þannig að hann skipti um föt og þurfti að klæða sig í svona hvítan "kjól" og arabaklút á hausnum.. seinna um kvöldið fór ég út með öllu þessu fólki sem ég er búin að telja upp (nenni ekki að telja það upp aftur) :P við fórum á e-h geðveiiikt hóte þar sem það komu menn og tóku bílinn og við fengum númerl.. pöntuðum okkur piparmyntu te sem var mjög gott.. svo komu einhver fræ á bakka sem ég man ekki hvað þau kalla.. þau fengu sér svo einnig eitthvað sem heitir síshja.. sem maður reykir.. þetta er engin smá pípa.. en í þessu er einingus vatn og bragðefni s.s. ekkert tóbak eða óhollt.. í þessu er hægt að kaupa sér allar bragðtegundir.. þau fengu sér piparmynti, epla og vínberja ef ég man rétt, bróðir kærasta Desiree kom með vinkonu sína þarna í stutta stund þar sem þau höfðu misst af myndinni og voru að bíða efir að ný mynd byrjaði, stelpan var klædd í abaja, hún var einungis 15 ára, voða fín.
Vikan er búin að vera fljót að líða og strembin.. maður er að vakna um 5 leytið og er að koma heim um 4 alveg uppgefin, ekki mikill heimalærdómur er komin enn... en úfff það verður strembið að halda sér uppi til að læra eftir 11-12 tíma í skólanum.. en þetta eru víst fyrstu 2 vikurnar sem eru svona strembnar.. í fyrstu vikunni af SEP (safety procedurið) förum við í simulaterana sem er víst geðveikir! þar upplifum við decompression, ditching og margt fleira :D
í gær var ég búin snemma í skólanum vúhú! s.s 15:30.. svo þegar ég kom heim alveg uuuppp gefin ákvað ég að kíkja inná e-learning svæðið mitt.. eigum s.s. að gera heimalærdóm aðeins á netinu fyrir tímann á sunnudaginn.. (mánud. á dubai mælikvarða) ég fékk agalegt sjokk þegar ég sá að ekki var hakað við flight time limitation verkefnið hjá mér.. þannig ég bara neiihh!! þarf að fara upp í skóla.. ég sem var byrjuð að rífa snúðinn úr hárinu skellti mér í uniformfötin upp með hárið og niður í lobby! þar þurfti ég að bíða í 20 min í steikjandi hita eftir taxa... svo þegar ég komst lokins! í skólann var búið að loka honum!!! ojj hvað ég var pirruð... en stelpurnar sögðu mér að það væri ekki hægt að sjá hakið við verkefninu heima... soldill léttir að heyra það.. þannig ég fór bara í rútuna með hinum krökkunum heim, þar var búið að plana djamm í Irish village.. rosa kósy bar stemming þar.. ég var komin heim um 6 alveg búin á því..um kvöldið var dansað og skemmt sér til 3.. og þá er kl 2300 hjá ykkur á fimmtudagskvöldi, það var skrítið að sjá alla allt öðruvísi í djammoutfitti þar sem við stelpurnar t.d. erum alveg uppstrílaðar með rauðan varalit í skólanum.
Um daginn fór ég útað borða með Imad, Gytis og Katerinu hjá Dubai mall, sátum akkurat við hliðina á Burj Khalifa sem er stærsti turn í heimi.. þar fékk ég stærsta hamborgara sem ég hef nokkurntíman séð.. sem betur fer segi ég nú fyrir að hafa ekki keypt mér franskar með!! var ekkert svöng morgunin eftir þegar ég vaknaði eftir þessa svakalegu máltíð.. Meðan við borðuðum gátum við séð stórkostlegu gosbrunasýninguna sem er alltaf sýnd á kvöldin.. mjög fallegt.. og svaka tónlist og allt með. :) Svo þegar við ætluðum heim lentum við á ÖMURLEGUM taxa kalli.. ég, Katerina og Gytis búum á sama stað, við settumst uppí taxan og segjum að við ætlum á Millenium tower.. jája ekkert mál með það, svo byrjar hann að keyra og spyr okkur svo heyrðu já hvernig kemst ég þangað! og við bara ööhhh litum hvort á annað frekar skellkuð, þar sem Millenum tower er við hliðina á Mollinu eiginlega, en smá krókaleið að komast að því. Karlinn var svoo ömurlegur að hann endaði með að keyra 3 hringi!! í kringum *bíbb* mallið, við vorum orðin brjáluð á honum, hann vildi ekki einu sinni hleypa okkur út til að taka nýjan taxa! ohh hvað þetta var pirrandi, en við komust heim á endanum fyrir 20 dirham. Venjulega er það 10! Gytis talaði við hann og sagðist bara ætla borga 12 fyrir þetta.. en taxa karlinn bara neinei you pay.. þeir fóru að þræta aðeins þarna og ég hugsaði með mér vá ég ætla nú ekki að fara lenda í veseni og hvað þá fangelsi fyrir að borga ekki leigubílstjóra 7 dirham.. þannig við borguðum með ekki bros á vör.. taxa karlarnir hérna geta verið alveg ótrúlegir..
En núna ætla ég að fara sofa.. þarf að safna kröftum í SEP námskeiðið sem er að fara hefjast.. er líka að fara til læknis kl 9! í fyrramálið.. ömurlegur tími! Emirates heimtar að ég noti linsur í fluginu, stóðst nú samt allar augnlæknaskoðun heima.. eeeeeen neinei hér var bara einhver hjúkka sem greindi mig að ég ætti að kaupa linsur svo að sjálfsögðu gerði ég það:o)
Hafið það gott um helgina :D
Knússsss frá Dubai ;**
-Anna Kolbrún
flott blogg elskan mín ;) ég get ekki verið án þess að fylgjast með þér , kíki á hverjum degi hvort það sé komið nýtt blogg ;) farðu áfram varlega engillinn minn og gangi þer vel á námskeiðinu ;) <3
ReplyDeleteps þetta sem þið voruð að reykja er líka rosalega algengt hér og heitir vatnspípa, ekki tóbak í því eða neitt hættulegt bara bragðefni og vatn ;) mitt upáhald er piparmintu .. rosa gott ;)
fullt af kossum og knúsum til þin frá mér..
< jóna frænka ;)
hahah kínverjar eru allir voðalega hrifnir af öllu sem er með hvíta húð og sérstaklega ljóst hár, annarhver maður sem við hittum þegar ég var í kína bað um að fá að taka mynd með okkur, stundum öllum hopnum :)
ReplyDeleteGeðveikt með simulaterinn! langar að prófa þetta! Hefur öruglega verið geggjað! :)
Máttu síðan djamma þarna úti? haha ;)
Sakna þín og ást á þig vinkona!;**
ég segi það sama og Jóna Björk. Maður er alltaf að kíkja og sjá hvort fleiri blogg hafi bæst við:) Ella
ReplyDeleteÉg hef einmitt heyrt að svona taxa ferðir séu nánast bókað mál ef maður tekur Taxa þarna.. að maður þurfi bara að vita leiðina til að segja bílstjóranum..
ReplyDeleteEru þessar stelpur sem þú ert með í íbúð búnar að vera lengi?