Friday, 17 December 2010

Jólafrost

Jæjaa!
Hér sit ég á standby uppá höfuðstöðvum! Það þýðir að ég þarf að hlaupa inní ef einhver klikkar á að mæta í flugið sitt. veikur, of seinn o.s.frv. Þetta er alveg svakalega leiðinlegt! Er hérna frá 20.00 - 23:59
Sit hér og bið um kraftaverk að verða ekki kölluð út!! Var að koma úr flugi í gærkvöld seint og er að fara í flug á morgun, manni er alveg þrælað út hérna! Suma daga kemur svaka buguun! En svo þarf maður bara að hugsa líka um góðu hlutina sem maður fær í staðin.
Ég var til dæmis að koma heim frá Vín í gærkvöldi. Þar var svakalega mikið frost, ég kíkti út með 2 öðrum úr crewinu niðrá litla göngu götu, þar var fólk að syngja jólasöngva, jólatrésala, og fl. Ég smakkaði á Glugewein, eða hvernig sem það er nú skrifað s.s. jólaglögg. Alveg yndislegt þarna, er alveg að fýla þessa borg í botn! Fer alveg klárlega þangað aftur á mínum eigin vegum.
Svo um daginn var ég að koma frá Bankok, það var svaka ævintýri. Fórum nokkur saman í bátsferð niður á og þar sáum við m.a. konungshöllina og musteri sem við fórum svo að skoða betur. Musterið var ekkert smá bratt og það tók ekkert lítið á að labba upp þessar svakalegu tröppur.
En já núna styttist í jólin, finnst voða skrítið að vera ekki heima, þetta munu örugglega ekki teljast vera nein jól þar sem maður er ekki heima. En sjálfsögðu má maður ekki fara í jólaköttinn þannig maður splæsir einhverju fallegu á sig:)

En jæja þori ekki að hafa þetta mikið lengar í hættu um að vera kölluð út.
Vildi óska að ég væri núna á leiðinni á jólaball með mínu uppáhaldsfólki og Palla ball á Nasa á morgunn! Óska ykkur góðra skemmtunar!! :D

Lovelove frá Dubai!!
-Anna

No comments:

Post a Comment