Saturday, 1 January 2011

2011

Nýtt ár gengið í garð! Trúði því!?! Nei ég trúi því sko ekki!
Þýðir btw að ég verði bæði eldri og eldri..
- Sorg, gleði, vonbrigði, ánægja, spenningur, væntingar eru góð orð til að lýsa nýja árinu. Þetta eru allt tilfinningar sem flest okkar höfum held ég...? Ekki getur 2011 verið hið fullkomna ár!
Við höfum örugglega flest væntingar til að þess að þetta ár verði betra en það seinasta og reynum að toppa það. Ef það tekst ekki á lok 2011 eru það frekar fúlt hehe. Sumarið gengur í garð með sinn græna faðm og hylur allt sem er ljótt og grátt. Sumarið er minn uppáhaldstími! Miðnætur sólin, kaffihúsin, djömmin, sitja úti í grilli, útilegur og margt fleira!!
Árið 2010 einkenndist af nánast sömu tilfinningum og 2011 muni gera held ég. Ekki það ég sé expert... Hver veit? kannki í framtíðinni;)
Árið byrjaði rosa vel. Var í námi sem ég hafði brennandi áhuga á. Fór á kaffihús, nóg af djammi til staðar, allir alltaf reddý að stökkva í danskóna! Febrúar gekk í garð, einn minn uppáhaldsmánuðum þar sem hann er svo stuttur, og um leið og hann klárast er nú ekki langt í að vorið láti sjást til sín! :D Maður skellir sér á skíði og heitt kakó:)
Mars mánuður kom, enþá snjór og slydda, það fór að sjást fyrir endan á frábæra náminu þar sem það kláraðist í apríl. Þá komu miklar vangaveltur um hvað næsta skref ætti að verða. Var það háskóli? vinna? sjálfboðaliðastörf? Svo margt sem kom til greina, en þegar einar dyr lokast opnast aðrar, og það er það sem kom fyrir hjá mér! Einn laugardagsmorgunn birtist það í blaðinu "Emirates" kemur til Íslands! Þarna var svarið! Þegar stóri dagurinn rann upp í mars var allt tilbúið, ferilskrá, réttu fötin, hárið, skórnir. Allt þurfti að lýta vel út fyrir daginn. Dagurinn byrjaði kl 09:00 og um kvöldið var ég að fara á árshátíð í Árneshreppsbúa. Var orðin mjög spennt fyrir því. Langi og strangi dagurinn byrjaði loksins. Dagurinn tók enda 21:00. Þá hafði ég komist að því að ég hefði komist áfram og væri að fara í viðtal á mánudeginu, ég hafði farið heim í milli tíðinni og náð í dressið fyrir kvöldið. Ég brunaði beina leið á ballið og komst beint í matinn. Skipti ekki um dress fyrr en á milli máltíða. Biðin eftir svarin tók svo við, ekki nema 4 vikum síðar fæ ég símtal frá Emirates um að þau vilji bjóða mér vinnu! og ég stökk strax á það!! Ekkert sem beið mín heima á þessu klakaskeri annað en vinir og fjölskylda, ekkert nám sem heillaði né vinna. Þannig daginn sem símtalði kom fékk ég spark í rassinn um að koma mér út og hefja þetta líf sem okkur var gefið. 18 maí hélt ég ein af stað út í heim með 2 ferðatöskur. Get alveg sagt að þetta var dagurinn sem breytti lífi mínu til hins betra, eftir það fór ég að sjá lífið í allt öðru ljósi, ekki bara Ísland. Það sem ég upplifði var að á Íslandi væri það eins og að vera fastur í fiskabúri og komast ekki í hafið. Hérna eignaðist ég vini frá hinum ýmsu þjóðernum og lærði alveg um alskonar hluti sem mér hefði örugglega aldrei dottið í hug eða tekið sem sjálfsagðan hlut. Sumarið leið svo hratt eins og það væri með ragettu í rassinum og áður en ég vissi af átti ég afmæli sem er í september. Svo alltí einu komin október! Mikil spenna var hjá mér, gat varla setið kyrr fyrir spenningi, var s.s. á leiðini til ÍSLANDS!! Vá það var svo æðislegt að komast og hitta allt uppáhaldsfólkið :D Tímin sem ég átti hérna var mér svo dýrmætur og æðislegur, skemmti mér stórkostlega.! Ömurlegt samt hvað tíminn leið hratt og áður en ég vissi af var ég mætt aftur út á völl á leið til Dubai.
En já svo leið tíminn og jólin gengu í garð! Eyddi aðfangadag með 3 íslenskum stelpum og borðuðum íslenskt lambalæri. Áramótin voru líka ógleymanleg, og það er vegna þess hversu skrítið það var að eyða ekki tíma með fjölskyldunni og vinum. Eitthvað sem kemur ekki fyrir aftur! Gangi ykkur vel á nýja árinu og skemmtið ykkur hið stórkostlegasta!! Nú og ef það klikkar eitthvað þá er það bara hugsa að það kemur annað ár eftir þetta! ;)

Nýárskveðjur! ;**
Anna Kolbrún

Friday, 17 December 2010

Jólafrost

Jæjaa!
Hér sit ég á standby uppá höfuðstöðvum! Það þýðir að ég þarf að hlaupa inní ef einhver klikkar á að mæta í flugið sitt. veikur, of seinn o.s.frv. Þetta er alveg svakalega leiðinlegt! Er hérna frá 20.00 - 23:59
Sit hér og bið um kraftaverk að verða ekki kölluð út!! Var að koma úr flugi í gærkvöld seint og er að fara í flug á morgun, manni er alveg þrælað út hérna! Suma daga kemur svaka buguun! En svo þarf maður bara að hugsa líka um góðu hlutina sem maður fær í staðin.
Ég var til dæmis að koma heim frá Vín í gærkvöldi. Þar var svakalega mikið frost, ég kíkti út með 2 öðrum úr crewinu niðrá litla göngu götu, þar var fólk að syngja jólasöngva, jólatrésala, og fl. Ég smakkaði á Glugewein, eða hvernig sem það er nú skrifað s.s. jólaglögg. Alveg yndislegt þarna, er alveg að fýla þessa borg í botn! Fer alveg klárlega þangað aftur á mínum eigin vegum.
Svo um daginn var ég að koma frá Bankok, það var svaka ævintýri. Fórum nokkur saman í bátsferð niður á og þar sáum við m.a. konungshöllina og musteri sem við fórum svo að skoða betur. Musterið var ekkert smá bratt og það tók ekkert lítið á að labba upp þessar svakalegu tröppur.
En já núna styttist í jólin, finnst voða skrítið að vera ekki heima, þetta munu örugglega ekki teljast vera nein jól þar sem maður er ekki heima. En sjálfsögðu má maður ekki fara í jólaköttinn þannig maður splæsir einhverju fallegu á sig:)

En jæja þori ekki að hafa þetta mikið lengar í hættu um að vera kölluð út.
Vildi óska að ég væri núna á leiðinni á jólaball með mínu uppáhaldsfólki og Palla ball á Nasa á morgunn! Óska ykkur góðra skemmtunar!! :D

Lovelove frá Dubai!!
-Anna

Tuesday, 7 December 2010

Halló

Hæhæ nær og fjær!
Er ekki alveg búin að standast við þetta blessaða blogg mitt.
En jæja látum á það reyna..Núna er ég búin að fara heim til Íslands í frí, kom út fyrir einum mánuði síðan aftur! Ekkert smá hvað þetta var fljótt að líða, eiginlega ólöglega fljótt. Næsta ferð heim verður meira en helmingi styttra þannig ég býst nú varla við því að maður geti eitthvað sofið, nóg að gera. Náði ekki einu sinni að hitta alla sem ég ætlaði mér á Íslandi :( Átti æðislegar stundir með öllum mínu uppáhaldsfólki, og náði kaffihúsum, snjókomu, leikhúsferð! íslensku djammi sem var algjört möst! útað borða á yndsilega staði og margt fleira. :)
Núna eftir að ég kom út er ég búin að fara til Kuala Lumpur sem er í Malasíu, þar sá ég 2 turna sem ég maan enganvegin hvað heita en eru svakalega frægir. Ég fór útað borða með 2 úr crewinu og eftir það í nokkra framandi kokteila, við flökkuðum á milla staða í leit á góðri tónlist, staðirnar þarna voru með live tónlist með tælenskum unglingum að syngja uppá sviði, og NB þau gátu svo engan vegin sungið á ensku, fattaði þegar eitt lagið var meira en hálfnað að ég kannaðist nú við þetta lag frá einhverri popptónlist. Loksins fundum við stað þar sem enginn var inná, og dj að spila, engin live tónlist takkfyrirpent! Við algjörlega áttum dansgólfið og stjórnuðum tónlistinn af mestu lyst.
Næsta layover hjá mér er einnig búið að vera Colombo, það var nú áhugaver, þar fór ég út í svona hálfgerða skellinöðrubíla, umferðin þarna er algjör martröð og hélt á tímabili að já hérna eru endalokin takk! Fer ekki aftur uppí svona lagað þarna. Á hótelinu var rosalega góður matur þannig við kíktum á kvöldmatarbuffey og lunch. Það annað sem var gert en að borða var að kíkja á demanta/steinamarkaði, fór með einu strák sem ég var að fljúga með sem er líka mjög hinsegin en allir héldu að við værum hjón! og við settum upp þessi fínu leikrit handa fólki til að losa okkur við uppáþrengjandi sölumenn. Endaði að sjálfsögðu með að kaupa ekki neitt, þoli ekki of kræfandi sölumenn.
Einnig er ég búin að fara til London Heatrow, það var æði! Þar byrjaði ég á því fara uppá hótel, sofa smávegis og fór svo uppá völl og hitt Jónu Guðrúnu, hún var að koma til London með vinkonu sinni að shoppa, hún kom með soldið af dótinu sem ég þurfti að skilja eftir heima, var ekkert smá ánægð! :D þar á meðal mexico osturinn minn, piparostu, nóa-jólakonfekt! krydd og föt! :D eftir það hélt ég á oxfordstreet þar sem ég héld ég myndi bilast, komst ekki áfram né aftur á bak fyrir fólki! shiii hvað það var mikil jólatraffík! Það hljómar spennó úú oxford um jólin en NEI! ekki nema þú vilt láta valta yfir þig af konum, fjölskyldum með 10 börn í eftirdragi.
Núna á morgunn er ég svo að fara til Bankok! vúhú þar ætla ég sko að láta deeeekra við mig, á það sjúklega skilið! Bestu nudd í heiminum eru að sjálfsögðu að finna í Tælandi! og þangað fer ég 2 í þessum mánuði jibbý! Einnig alskonar markaðir og margt að sjá.
Í gær fór ég í bíó með Guðrúnu, til mikillar undrunar voru engin smábörn með í bíó þar sem foreldrarnir hérna taka óspart með sér ungabörn og smábörn í bíó. Um daginn fórum við nokkrar á HarryPotter, váaa þar var ég ekki sátt, sat fyrir aftan heila röð af litlum krökkum! ætli ég hafi kannski náð helmingi myndarinnar því þau töluðu svo mikið!
24. nóvember var útskriftin mín hjá Emirates, það var rosalega gaman að hitta bekkjarfélagana aftur. Strax daginn eftir átti ég flug til Munchen, þar fór ég og skoðaði litla sæta jólamarkaði og verslaði ýmsan mat. Uppáhaldsmatvöruverslunin mín er þar :P Matvörubúðir hérna eru ekki uppá margafiska. Ég reyni að elda en enda alltaf á því sama, pastaa! Það klikkar aldrei ;)

En jæja ég þarf að fara pakka niður fyrir Bankok ferðina mína! Hlakka ekkert smá til, þetta er eitt af skemmtilegustu stöðunum sem við fljúgum á hef ég heyrt.
Knús á ykkur öll fallegafólk!

-Anna Kolbrún:)

Tuesday, 21 September 2010

Back to business!!

Hallóoo
Þá er ofurbloggarinn mættur aftur til starfa eða þannig...
það sem hefur drifið á mína daga frá því seinast er að í lok ágúst fór ég til Munchen í Þýskalandi, þar átti ég æðislegan tíma með 3 öðrum crew-i. Við komum uppá hótel um 2 og flýttum okkur að skipta um föt og hittumst hálftíma seinna til að koma okkur í bæinn. Þarna er svona metro-tube sem við hoppuðum uppí. Ákváðum að vera soldið áhættusjúk og keyptum EKKI miða, ætluðum bara þykjast vera sofandi ef að einhver kæmi að tékka á þessu þar sem maður hefur heyrt að crewið stundar þetta grimmt. En já við röltum um og fórum í English garden þar sem maður sá eldri menn strípalingast um í garðinum, vissi nú ekki alveg hvert ég ætlaði þegar ég sá þann fyrsta berrassaðan þarna um í garðinum og börn þarna líka! hvurslags og annað eins! En þetta tíðkast víst þarna og ég var álitin voða skrítin fyrir að finnast eitthvað athugavert við þetta. Eftir þetta var að sjálfsögðu tékkað á Hofbrauhaus sem er staðsett í hjartaborgarinnar, þar fengum við okkur STÓRA bjórkrúsir. Okkur leyst ekkert á að borða þarna þannig við fórum á æðislegan ítalskan veitingastað. Eftir þetta skyldu leiðir okkar ég og hin stelpan fórum uppá hótel og fengum okkur einn drykk og strákarnir fóru eitthvað annað. Um morguninn var farið í supermarkað og restin af pengunum eitt sem við fengum, þar var keypt ferskt pasta, pönnukökudeig, brauð, kæfa og ýmsilegt. :)
Næsta layover var til Nairobi í Kenya, þar var nú bara farið í safarí með öðrum crew-i og mikið borðað. Alveg ótrúlegt hvað maður hefur prufað að borða alþjóðlegan mat núna, steikur í s-Afríku, kóreskan mat, kínverskan, japanskan! s.s. sushi oft fyrir valinu, segiði svo að ég sé ekki að borða fisk! ;) ég fæ mér reglulega sushi!
Enn allavega já ég er líka búin að fara til Jóhannesarborgar, þar var ekki mikið gert, fékk mér í glas með crewinu. Jemiiinnn S-Afríku rauðvín er það besta sem ég haf á ævinni smakkað! og tala nú ekki um T-bone-ið skooo ;) skellti mér á eitt svoleiðs daginn eftir sem var yndislegt þegar maður er glooorhungrað daginn eftir djamm.
En já svo um daginn fór ég aftur til Munchen, þar var rölt um og shoppað aðeins í HM þar sem vetrarlínan er að detta inn og er hún nú ekki í verri endanum!! ;)
En já núna var ég að koma frá Nýjasjálandi og Ástralíu!!
Byrjaði á 13 tíma flugi til Ástralíu - Melbourne, þar var 3 tíma hvíld sem ég fékk. Lentum um morgunin þar og vorum s.s. búin að fljúga allan daginn.. var dauuuð þreytt. Náði rétt svo að skríða uppí stóra rúmmið mitt.. Rotaðist þar til 1400 á localtima þar, dröslaði mér svo á lappir og fór útað borða með einni stelpu sem hafði verið með mér í training. Svo var farið aftur uppá hótel, reyndi eins og ég gat að halda mér vakandi en rotaðist fyrir framan sjónvarpið. Vaknaði galvösk á miðnætti á þeirra tíma og alveg sársvönng! pantaði mér roomservice. Daginn eftir var haldið til Nýjasjálnds, maður aðeins farin að venja tímamismunum. Fór út og rölti með 3 öðrum crew, enduðum á kóreskubuffei. Yndislegt. En svo um nóttina vaknaði mín ekki bara aftur um 5 leytið.. ótrúlegt hvaða tímamismunur getur verið erfuður stundum, 8-10 munur frá Dubai og tala nú ekki um 12 tímar frá Íslandi. En daginn eftir kom fór ég í SkyTower og sá yfir allt.

Svona til að nefna það líka þá átti ég afmæli um daginn! mín bara orðin 22 ára! 8 september fór ég með Maríu og Guðrúnu útað borða..9 september fór ég til vinar míns og þangað komu Matthildur, Pála, Steingrímur (s.s. íslenskamafían) ;) og nokkrir vinir mínir úr trainingu, þarna var drukkið og skemmt sér. Haldiði svo ekki bara á miðnætti að íslenska mafían hafi ekki sungið afmælisöngin fyrir mig. Yndislegir vinir alveg hreinnt! :D Framhaldið á kvöldinu er ekki við hæfi ritstjórnar.
10 september sjálfan afmælisdaginn kom hún Rakel til mín og við pöntuðum okkur sushi og drukkum hvítvín. Eftir þetta skelltum við okkur á Atlantis þar sem var brjálað sundlaugarpartý! já skal nú bara segja ykkur, sveittir, stæltir steraboltar útúm allar áttir, s.s. þarna sem sterboltarnir halda sig. haha Við kynntum 2 yndislegum strákum sem við spjölluðum heilengi við. Eftir langt spjall og marga drykki skelltum við okkur útí laug í körfubolta, það var nú meira sullið! hehee og frasinn its my birthday var nú ansi oft notaður þannig ég var alltaf að fá bolta haha :D 12 september bauð ég svo þeim íslendingum sem voru í Dubai að koma til mín Gytis vinur minn kom einnig með vin sinn. Hér var sko sannarlega fjööör! Fjörið var svo haldið niðra salsaclub Trader´vic. Eftir þetta kvöld erum við Íslendingar mjög líklega ekki velkomin aftur. Það var þannig að við vorum að pósa og skemmta okkur fyrir framan þennan æðislega litla gosbrunn? eða poll og haldiði ekki að við höfum dottið ofaní hann!! Öryggisverðirnir misstu andlitið og við bara uupppss sooo sorryy sooo sorry og hlupum inní næstu lyftu. hahah Haldiði ekki að þetta atvik sé fast á filmu þar sem að það sjást bara lappir uppí loft og hausarnir bakvið einhverstaðar!! Hef ekki látið sjá mig á þessum stað síðan þá.

Í gær og í dag er ég bara búin að vera dúlla mér, í gær var ég heima rosa þreytt eftir 6 daga ástralíu ferðina mína, ákvað að vera dugleg og eldaði mér vorrúllur og kínverskhrísgrjón og glápti á despó. Í dag fór ég og stússaðist aðeins í ferðamiðanum mínum, kom svo heim og var rosa löööt, endaði með að ég pantaði mér sushii og glápi nú hér á nýjasta GOSSIP GIRL! :D
vúhú..núna er maður einnig komin með fasta rútínu í hand og fótsnyrtingu.. það er svo ódýrt hérna að maður nýtir sér það óspart! :D
Á morgun er ég svo að fara til Birmingham í UK. Get ekki beðið eftir að komast í Primark og versla hitt og þetta. S.s jólagjafirnar í ár ;) djóókk!
En svo er hitt layoverið mitt til London Gatwick, maður er nánasta bara á Íslandi ;)

En eitt að lokum! ég er ekki að nota íslenskasímann minn hérna út.
Símanúmerið mitt er 00971-567340729. En tek upp aftur það íslenska þegar ég kem heim og þannig..

Bæ í biliii..
-Anna

Monday, 16 August 2010

LOKSINS - sma hnotskurn um lifid

Jaejjjjjjjjaaaaaaaaaaaaa...
frekar langt sidan eg bloggadi sidan, seint kemur sumt en kemur to, netid heima er buid ad vera i algjoru rugli :( erum bunar ad saekja um nytt internet tar sem ad ein stelpan sem eg bjo med var med netid a synu nafni og nuna er hun ad flytja ut.
Margt er buid ad gerast, eg er buin ad fara i nokkur skemmtileg layover, m.a. Sri lanka - colombo, tar for eg ad skoda fila og fekk ad fara a bak og hann labbadi med okkur baki. Tad var lumskt erfitt ad halda ser a baki. Eftir tad forum vid i jurtagard og tar var til laekning fyrur OLLUUU. just name it og tad er til.
Svo er eg lika buin ad fara til Paris, tar for eg i borgina og skodadi Effelturnin og Notre Dame.
Fyrir 2 dogum var eg uti i Rom. Tad var aediii... er sko ad fyla tessa borg, eg at 3 isa, vard audvitad ad smakka ymsar bragdegundir heheh.. svo fekk eg mer pasta og sma pizzuuu.. matargatid eg ad sjalfsogdu hehe.. i Rom skodadi eg Colosseum, vatikanid og Fontana De Vri.. tar getur madur kastad kronu ofani gosbrun og oskad ser kaerasta.. eda eitthvad alika hehe..
En jaa i gaer for eg a Shangri la hotel med Mariu og vid vorum tar eins og prinsessur, crew faer okeypis adgang tar tannig vid vorum i svakaflottrii sundlaug.. einnig spa, spain a islandi eru algjor prump mida vid tetta fanst mer :P tetta er svakalega flott..
En ja nuna sit eg i Sviss, var ad lenda fyrir 4 timum eda svo, for med 2 odru crew i supermarkad..komst loksins i alvoru maat.. keypti flotta osta, pasta, pastasosur, sukkuladi, jogurt, hvitvin og rosavin. Tad verdur bara veisla hja mer skooo ;) maturinn i dubai er ordin frekar leidigjarn, alltaf tad sama einhvernvegin :/ Sushi er samt frekar odyrt sem er gooott tar sem eg elska sushi, eg og Maria fengum okkur sushi og hvitvin um daginn heima hja mer, asamt tvi hofdum vid keypt arabistk nammi i "eftirrett"
Nuna i Dubai er Ramadan og ta er ekkert ad gerast.. madur ma ekki vera med neitt matar eda drykkjarkyns a almannafaeri.. eg steingleymdi mer um daginn og helt a vatnsflosku og fattadi tad tegar stelpa glapti lika svona svakalega a mig..madur verdur einnig ad passa sig i hvernig fotum madur gengur.. verdur ad hylja likamsaparta, helst ekkert skinn ma sjast a hondum eda fotum.
Tad sem er eftir ad manudinum hja mer er ferd til Munic i Tyskalandi og Johannesarborg i Afriku.. er alveg ad deyja ur spenningi og stressiii yfir naesta manudi fyrir ad fa god flug, vil sko helst ekki vera taka eitthvad skita flug i turnaround af sjalfan afmaelisdaginn takk FYRIR. Tad verdur skritid ad vera ekki heima og hafa vini og fjolskyldu af amaelisdaginn..
9 september klarast ramadan og eftir tad eru stanslaus party tannig tad verdur allavega nog um ad vera i dubai ta. Tvi nuna eru allir skemmtistadir og allt lokad a medan ramadan stendur.

En jaejjaa get ekki haft tetta lengra i bili, tolinmaeding a tessu svissneska lyklabordi er ad fara med miiiiiiiiiiiiig.. tetta er buid ad ganga frekar haegt ad skrifa tetta litla blogg herna..
Skal reyna hafa styttra a milli naest og vona eg fari nu ad fara fa internet heima adur en eg og stelpan sem eg by med forum ad tapa okkur alveg og vitum ekkert hvad er ad gerast ut i heimi.
En bless i bilii...Knuss og kossar fra Sviss ;**

Tuesday, 13 July 2010

LOKSINS INTERNET! :D

Hallóoo elsku fallega fólk heima á Íslandi!!

Ég er búin að vera internetslaus ég veit ekki hvað lengi.. við höfum verið að fá internetið kannski í svona klt á dag stundum og svo horfið!! núna er ég allavega með internet og vona það haldist út þessa bloggfærslu hérna! Í Dubai er bara 1!!!!!! internet fyrirtæki sem er aðal! þannig ef þú lendir í vondum málum með internet er þú bara SÓOO SORRYY!! ekkert annað net fyrirtæki sem þú getur snúið þér til! ég er svo heppin að ein stelpan sem ég bý með Desiree á vinkonu sem vinnur hjá fyrirtækinu þannig hún getur stundum hjálpað okkur.
En allavega.. þá veit ég ekki hvar ég á að byrja.. held ég hafi endað á að segja ykkur frá flotta partýinu sem ég fór í... margt er búið að gerast síðan!
Núna er ég búin með traininguna og er komin með leyfi til að fljúga vúhú.. er búin með 2 æfingarflug sem maður þarf að uppfylla.. næsta flug sem ég fer í verð ég "alvöru" crew.. s.s. með ábyrgð á hurð ofl... í æfingarflugunum fékk ég að sitja framm í flugstjórnarklefa með flugmönnunum.. sem var ÆÐI! var þar í lendingu þegar við lentum í Delih í Indlandi.. og svo var ég í flugtaki líka.. í æfingarflugunum var ég rosalega heppin með samstarfsfólk og sérstaklega purser sem er yfir okkur.. í Delih fluginu var þettta frekar ungur strákur.. ég var mjög dekruð í því flugi.. hehe fékk first class mat! rækjur.. súkkulaðikonfekt sem var geðveikt gott! einnig eftirrétt ofl.. í fluginu til Delih var flugvélinni skipt í economy, buisness og first class.. þannig að í þessari vél var ekki eins mikið af fólki og var í þegar ég fór í hitt æfingarflugið þar sem það voru bara 2 classar í henni. Ég er þar með komin með leyfi til að fljúga á Airbus og Boeing :)
Í nótt kl nákvæmlega 0255 verð ég að taka af stað í loft til Muscat! það er 45 min flug.. þannig að það mun ganga hratt fyrir sig! verð komin til baka til Dubai um 0600 í fyrramálið..á sem betur fer frí dagin eftir til að sofa.. svo eftir það er ég held ég í 2 daga fríi! :D vúhú svo fer einnig að styttast í layoverið mitt í Manilla í Filipseyjum! stelpurnar þaðan sem ég var með í bekk eru búnar að vara mig við þessum stað, þarna er há glæpatíðni þannig maður á ekkert að vera með mikið af peningum á sér.. þarna er rosalega ódýrt að versla.. vonandi getur maður eitthvað nýtt sér það.. annars bara hengur maður á hótelinu og fær sér GOTT nudd í spa-inu! ekki slæmt það ;) svo í lok júlí er ég að fara til PARÍS!! borg ástarinnar! hlakka svo til að fara þangað og sjá Effelturnin þar sem ég hef aldrei farið þangað, ég á vinkonu sem er frá París og er búin að segja mér hvað er sniðugt að gera þar sem ég er ekki að stoppa svo lengi þarna.. 24 klt..
En jáa Te og kaffi þjónustan um borð úfff.. mér lýður stundum eins og handleggurinn ætli að rifna af mér þegar ég er að bjóða þetta.. þetta er lúmskt þungt þegar maður er að labba um 40 raðir með fulla könnu af kaffi eða te-i.. finn það sko að maður þarf eitthvað að fara taka sig á og koma sér í ræktina! sem er BTW á 7 hæð í húsinu mínu haha! lata ég! :P ég hef reyndar afsökun fyrir að vera ekki búin að fara.. ég steyngleymdi að pakka íþróttaskónum mínum, topp og bolum.. skil ekki hvernig ég fór að því hehe þannig ég þarf að fjárfesta í svoleiðis.
Við kláruðum traininguna í seinustu viku akkurat á mánudegi! og að sjálfsögðu var kíkt út á tjúttið! :D allir saman.. það var æði byrjuðum á einhverjum rosa flottum stað sem heitir að ég held Warehouse.. af einhverri ástæðu kalla ég þetta alltaf Farmhouse.. hehe skil ekki hvaðan ég fæ það.. en svo eftir það kíktum við á annan stað sem heitir Zink.. þar fáum við frítt inn og 50% afslátt með neon BLEIKA face-kortinu okkar.. með þessu korti fáum við afslætti útum allt.. matsölustöðum, fatabúðum, rennibrautagarði ofl. svo á þriðjudaginn í seinustu viku átti ein stelpa afmæli.. við fórum öll á einn stað sem hetir Trader vic´s... salsa stemming í hámarki.. ótrúlega gaman! ég elska að dansa við vinu mína frá suður Ameríku!! þessir ungu menn kunna sko að dilla sér og láta okkur dansa þar sem þeir sjá alfarið um dansporin og við bara fylgjum! :D
Eftir þennan stað fórum við í svaka villu! sem er á Palm Island.. eyjan sem lítur út eins og pálmatré í laginu og var byggð ofaná vatninu.. þarna er einnig Atlantis hótelið fræga. En allavega þá var það sami strákur og seinast sem bauð okkur í flott partýið sem bauð okkur 20 manns með sér í villu partýið á Palm Island.. þar var sami aðili sem átti flotta hobbý húsið og átti þetta hús. Við fórum í gegnum svaka securtiy til að komast inní götuna hans.. þegar við komum heyrðist bara VÁ.. VÁ.. VÁ! húsin þarna voru ólýsanlega flott. Við fórum inní húsið og löbbuðum í gegn til að komast á veröndina, þarna var hann með einka sundlaug! einka strönd og GEÐVEIKT útsýni!! Stuttu seinna byrjaði áfengið að hlaðast á borðið.. svakalega flott wiskey.. tequila.. vodka, bjór.. ég sem hafði ákveðið að vera ekki að drekka neitt þetta kvöld stóðst ekki alveg mátið þegar krakkarnir fóru að blanda sér kokteila hehe.. stemmingin þarna var æðisleg..strákarnir byrjuðu svo að ýta við hvor öðrum í sundlaugina og endaði með að einn þeirra flaug ofaní í fötunum, skóm, með blackberry síman sinn, rafmagnsbíllykil, sem virkar en ótrúlegt en satt. Eftir þetta fór einn af öðrum ofaní í fötunum, ég er ekki frá því að ég hafi verið allavega seinasta stelpan til að fara ofaní.. ég varð alltí einu umkringd 4 strákum sem sögðu að nú væri komið að mér! ég hélt nú ekki! en ég hafði ekkert um það að segja og var rifin úr sætinu og skutlað út í laug í öllum fötunum.. við vorum öll að busla í sjónum og sundlauginni eins og lítil börn til 4 um nóttina..
En jáa í gær fór ég í bíó á Twilight myndina Eclipse, hún var ágæt, á henni voru einhverjir arabastrákar alltaf að kalla eitthvað kjánalegt þegar það var alveg þögn og dramatískt atriði átti sér stað. Hérna er hægt að fá 3 tegundir af poppi! mér finnst það æði þar sem ég er svo mikill poppsjúklingur.. :P það er osta-, venjulegt og karmellu popp! ég læt þá alltaf blanda þessu öllu saman svo ég fái sitt lítið af hverju :P
En jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili ætla koma mér útí sundlaug og reynaaaa að fá smá lit sem er ómögulegt þar sem það er svo mikill raki! en ég vona að það lýði ekki eins langt á milli næstu bloggfærslu! :)
knúus ;*
-Anna Kolbrún í 45°hita!

Monday, 28 June 2010

Arabalíf!

Hææ!! :D

Þá er komin ný vika og service er tekin við. Helgin hjá mér var mjöög skemmtileg! :D á fimmtudaginn kíktum við nokkur saman út á salsaclub sem var mjög gaman, hann er rétt hjá flotta hótelinu sem lýtur út eins og seglskúta :D þarna var allt rosalega flott.. hérna eru allstaðar pálmatréin skreytt með seríum er er rosalega huggulegt.
Á föstudaginn fór ég svo yfir í annað hús þar sem við hittumst nokkur og vorum að slaka á í sundlauginni þar.. vorum svona 10 manns.. þegar við erum í sundi kemur einn strákur til okkar sem er í sama hópi og við.. s.s. byrjaði á sama tíma og við í þjálfun, hann er vinur strákana sem við vorum með, hann kemur til okkar og segir að okkur sé boðið í partý til vina sinna (arabar) og þeir eru með svaka VILLU!! hann lét okkur vita að dræver myndi pikka okkar upp um 10 leytið um kvöldið s.s. um 2200 vorum við öll tilbúin, vorum orðin 15 manns, við keyrum í u.þ.b 20-30 min og komum af svakalega flottu hverfi! á móti okkur tekur svakalega flott hlið, við keyrum smá stíg og þar leggjum við bílnum, á móti okkur blasir þessi SVAKALEGA STÓRI gosbrunnur! alveg geðveikt flott með smá þaki yfir og grænum ljósum! Svo löbbum við lengra og í garðinum eru alskonar flottar styttur.. ljón, tígristýr, ernir, alskonar styttur, rosalega flott!! Við vorum semsé komin í svaka villu sem einhvar arabi á! Strákurinn sem bauð okkur,ólst upp með strákum mannsins sem á þetta flotta hús. Þarna var hús sem var alstaðar með gluggum á og inní því var poolborð, setustofa, og risa sjónvarp, við fengum að fara þangað og skoða! þegar við komum voru nokkrir arabar þar að spila en þeir fóru svo við gætum spilað og sest niður, okkur var boðið uppá súkkulaði sem leit út eins og blómaskreyting það var svo flott! tók sko mynd af því! ;)
Síðan héldum við í annað hús sem var aðalhúsið! fengum guide túr í gegnum það, eldhúsið er álíka stórt á eldhús á veitingahúsi takk fyrir pent! þau eru með 2 kokka í vinnu hjá sér þarna sem grilluðu ofaní okkur dýrindiskjúkling og ýmislegt, fengum arababrauð, ávexti, eitthvað sem var voða spice..einnig var nóg af áfengi á borðinu, þar sem við komum frekar seint vorum við að borða um 12 á miðnætti! Á borðinu voru að sjálfsögðu engin hnífapör en þeir voru mjög gestrisnir og létu okkur fá gaffal og skeið! Hérna borða flestir með höndunum, tók reyndar ekkert sértstaklega eftir því að þeir borðuðu með vinstri hönd eða ekki.. ég er ekki enþá alveg búin að ná því né fatta afhverju sumir borða allt með skeið og gaffli og nota EKKI hníf! Það gerir lífið svo miklu auðveldara hehe.. Við sátum úti á svakalega flottri verönd!! jiii hún var svo GEÐVEIK! og beint við hliðiná var risa stór sundlaug sem var æðisleg! Húsið þeirra var svo heldur ekki af verri endanum!! Stofan þeirra mynti helst á svakalega flott safn! inní því voru alskonar hlutir og m.a. svona bekkjaróla sem var rosalega flott.. hjúts fiskabúr ofl. Einnig var mjög flottur bar þarna.. "múslimar hvað" segi ég nú bara, þar sem þeir mega ekki vera drekka áfengi.. en allavega fengum við að sjá baðherbergið þeirra sem var úr gulli! shiii það var geðveikt! á gólfinu var gylltur hringur með öllum stjörnmerkjunum!! Einnig var svkalaega tæknilegt nuddbaðkar þarna!
En já eftir allan dýrindismatinn og túrinn um húsið var kl orðin kannski 0100 þá héldum við í annað hús sem var þarna.. (þetta er allt í göngufæri á milli) og þar var stór salur!! með rauðum sófum, á gólfinu, í loftinu var RISASTÓR kristalljósakróna!!! VÁ hún var geðveik og kostar örugglega margar margar hundruði milljóna! Engin krappý diskókúla ÓNEI! bara fansý kristalkróna ;) hehe þarna inni vorum við s.s. að fara dansa og skemmta okkur fram eftir kvöldi, eða svona meira nótt! við vorum 15 vinir saman og það var mjöööög gaman :D þarna var dansað, sungið og sjálfsögðu aðeins af áfengi.. inní þessum sal var að sjálfsögðu klósett og var það LÍKA gull- allstaðar! ég var alveg dolfallin! þegar maður lyftir upp til að þvo sér um hendurnar kemur vatnið út eins og þetta sé GOSBRUNNUR! alveg magnaað! En jáa! fyrir utan þetta hús var svakalega stór bekkjaróla! eða meira svona eins og SÓFI!! jii hann var geðveikur, vil fá svoleiðis inní mitt hús í framtíðinni!! Um 4 leytið ákváðum við svo að fara koma okkur heim og sjálfsögðu var dræverinn til taks að skutla okkur...! sumir tóku uppá því að fara dansa og hoppa og skoppa í gosbrunninnum..það var bara gaman að horfa á þetta.. ég var í hvítum kjól þannig ég tók nú ekki sjens á að fara ofaní vatnið hehe!
En JÁ! svona til að segja ykkur það líka að allt þetta hús sem ég var að lýsa er EINGÖNGU! HOBBÝ hús arabana!! þarna koma bachelorarnir og eru þarna frá fimmtudegi til sunnudags!!
Getiði ýmindað ykkur annað eins! þetta fólk á svo fáranlega mikið af peningum!
Ég get varla ýmindað mér hvernig hitt húsið þeirra er ef þetta er HOBBÝ húsið!!! Veit bara að hitt húsið þeirra er staðsett við Jumerah beach! sem er engin slor staður skoooo!!!
Laugardagurinn fór svo bara í það að læra og skreppa aðeins út til að versla í matinn! :)

Svo er það annað!! ég er komin með flugáætlun vúhúúú! byrja að flúga 17 júlí! :D
er með nokkur fram og til baka flug til m.a. Delih og Mumbai í Indlandi, Kairo í Egyptalandi og svoooooo fer ég til PARÍSAR!!! 28 júlí! og mun þá gista þar! :D HLAKKA SVO TIL! :D Einnig fer ég til Manila sem er í Filipseyjum og gisti þar! :D

En jæjaaaa ætla ekki að hafa þetta lengra í bili! :D
p.s. það væri gaman að fá að sjá cooomment ;P hihi

Knúuuussss á ykkur!
-Anna Kolbrún