Hææ!! :D
Þá er komin ný vika og service er tekin við. Helgin hjá mér var mjöög skemmtileg! :D á fimmtudaginn kíktum við nokkur saman út á salsaclub sem var mjög gaman, hann er rétt hjá flotta hótelinu sem lýtur út eins og seglskúta :D þarna var allt rosalega flott.. hérna eru allstaðar pálmatréin skreytt með seríum er er rosalega huggulegt.
Á föstudaginn fór ég svo yfir í annað hús þar sem við hittumst nokkur og vorum að slaka á í sundlauginni þar.. vorum svona 10 manns.. þegar við erum í sundi kemur einn strákur til okkar sem er í sama hópi og við.. s.s. byrjaði á sama tíma og við í þjálfun, hann er vinur strákana sem við vorum með, hann kemur til okkar og segir að okkur sé boðið í partý til vina sinna (arabar) og þeir eru með svaka VILLU!! hann lét okkur vita að dræver myndi pikka okkar upp um 10 leytið um kvöldið s.s. um 2200 vorum við öll tilbúin, vorum orðin 15 manns, við keyrum í u.þ.b 20-30 min og komum af svakalega flottu hverfi! á móti okkur tekur svakalega flott hlið, við keyrum smá stíg og þar leggjum við bílnum, á móti okkur blasir þessi SVAKALEGA STÓRI gosbrunnur! alveg geðveikt flott með smá þaki yfir og grænum ljósum! Svo löbbum við lengra og í garðinum eru alskonar flottar styttur.. ljón, tígristýr, ernir, alskonar styttur, rosalega flott!! Við vorum semsé komin í svaka villu sem einhvar arabi á! Strákurinn sem bauð okkur,ólst upp með strákum mannsins sem á þetta flotta hús. Þarna var hús sem var alstaðar með gluggum á og inní því var poolborð, setustofa, og risa sjónvarp, við fengum að fara þangað og skoða! þegar við komum voru nokkrir arabar þar að spila en þeir fóru svo við gætum spilað og sest niður, okkur var boðið uppá súkkulaði sem leit út eins og blómaskreyting það var svo flott! tók sko mynd af því! ;)
Síðan héldum við í annað hús sem var aðalhúsið! fengum guide túr í gegnum það, eldhúsið er álíka stórt á eldhús á veitingahúsi takk fyrir pent! þau eru með 2 kokka í vinnu hjá sér þarna sem grilluðu ofaní okkur dýrindiskjúkling og ýmislegt, fengum arababrauð, ávexti, eitthvað sem var voða spice..einnig var nóg af áfengi á borðinu, þar sem við komum frekar seint vorum við að borða um 12 á miðnætti! Á borðinu voru að sjálfsögðu engin hnífapör en þeir voru mjög gestrisnir og létu okkur fá gaffal og skeið! Hérna borða flestir með höndunum, tók reyndar ekkert sértstaklega eftir því að þeir borðuðu með vinstri hönd eða ekki.. ég er ekki enþá alveg búin að ná því né fatta afhverju sumir borða allt með skeið og gaffli og nota EKKI hníf! Það gerir lífið svo miklu auðveldara hehe.. Við sátum úti á svakalega flottri verönd!! jiii hún var svo GEÐVEIK! og beint við hliðiná var risa stór sundlaug sem var æðisleg! Húsið þeirra var svo heldur ekki af verri endanum!! Stofan þeirra mynti helst á svakalega flott safn! inní því voru alskonar hlutir og m.a. svona bekkjaróla sem var rosalega flott.. hjúts fiskabúr ofl. Einnig var mjög flottur bar þarna.. "múslimar hvað" segi ég nú bara, þar sem þeir mega ekki vera drekka áfengi.. en allavega fengum við að sjá baðherbergið þeirra sem var úr gulli! shiii það var geðveikt! á gólfinu var gylltur hringur með öllum stjörnmerkjunum!! Einnig var svkalaega tæknilegt nuddbaðkar þarna!
En já eftir allan dýrindismatinn og túrinn um húsið var kl orðin kannski 0100 þá héldum við í annað hús sem var þarna.. (þetta er allt í göngufæri á milli) og þar var stór salur!! með rauðum sófum, á gólfinu, í loftinu var RISASTÓR kristalljósakróna!!! VÁ hún var geðveik og kostar örugglega margar margar hundruði milljóna! Engin krappý diskókúla ÓNEI! bara fansý kristalkróna ;) hehe þarna inni vorum við s.s. að fara dansa og skemmta okkur fram eftir kvöldi, eða svona meira nótt! við vorum 15 vinir saman og það var mjöööög gaman :D þarna var dansað, sungið og sjálfsögðu aðeins af áfengi.. inní þessum sal var að sjálfsögðu klósett og var það LÍKA gull- allstaðar! ég var alveg dolfallin! þegar maður lyftir upp til að þvo sér um hendurnar kemur vatnið út eins og þetta sé GOSBRUNNUR! alveg magnaað! En jáa! fyrir utan þetta hús var svakalega stór bekkjaróla! eða meira svona eins og SÓFI!! jii hann var geðveikur, vil fá svoleiðis inní mitt hús í framtíðinni!! Um 4 leytið ákváðum við svo að fara koma okkur heim og sjálfsögðu var dræverinn til taks að skutla okkur...! sumir tóku uppá því að fara dansa og hoppa og skoppa í gosbrunninnum..það var bara gaman að horfa á þetta.. ég var í hvítum kjól þannig ég tók nú ekki sjens á að fara ofaní vatnið hehe!
En JÁ! svona til að segja ykkur það líka að allt þetta hús sem ég var að lýsa er EINGÖNGU! HOBBÝ hús arabana!! þarna koma bachelorarnir og eru þarna frá fimmtudegi til sunnudags!!
Getiði ýmindað ykkur annað eins! þetta fólk á svo fáranlega mikið af peningum!
Ég get varla ýmindað mér hvernig hitt húsið þeirra er ef þetta er HOBBÝ húsið!!! Veit bara að hitt húsið þeirra er staðsett við Jumerah beach! sem er engin slor staður skoooo!!!
Laugardagurinn fór svo bara í það að læra og skreppa aðeins út til að versla í matinn! :)
Svo er það annað!! ég er komin með flugáætlun vúhúúú! byrja að flúga 17 júlí! :D
er með nokkur fram og til baka flug til m.a. Delih og Mumbai í Indlandi, Kairo í Egyptalandi og svoooooo fer ég til PARÍSAR!!! 28 júlí! og mun þá gista þar! :D HLAKKA SVO TIL! :D Einnig fer ég til Manila sem er í Filipseyjum og gisti þar! :D
En jæjaaaa ætla ekki að hafa þetta lengra í bili! :D
p.s. það væri gaman að fá að sjá cooomment ;P hihi
Knúuuussss á ykkur!
-Anna Kolbrún
Þetta er ekkert smá! Spennandi að þú skulir vera búin að fá flugáætlunina :D Hlakka til að lesa blogg um ferðalögin þín! Verður að taka tölvuna með þér :D
ReplyDeleteKnús frá Íslandi
Sigrún syss
Vá ég fer næstum að gráta öfunda þig svo mikið þarna :( Ég sem átti að vera koma út í dag.. En samt svo gaman að lesa og fylgjast með :)
ReplyDeleteVááá þetta hljómar ótrúlega vel hjá þér!!
ReplyDeleteSjett hvað ég væri til í að vera þarna og upplifa þetta allt saman!
Hafðu það ótrúlega gott í Dubai og á öllum stöðunum sem þú munt fara til!
Bestu kveðjur frá Jóu og Afa þínum
Þín frænka, Kristjana
Þetta hljómar vel skvís. Við Ragna V erum að lesa um þetta ævintýri. Ragna sá hvað ég var fegin að þú fórst ekki ofaní gosbrunninn í hvíta kjólnum, fyrirmyndar stúlka ;) Annars erum við game í næsta partý með þér. Stórt knús frá okkur Mamma og Ragna V
ReplyDeleteVið sitjum hér í tölvuherberginu heima í Jakaseli og vorum að lesa bloggið þitt saman; pabbi, Ella, Sandra og Diddi. Vá hvað þetta er spennandi líf sem þú lifir elsku litla Annan okkar :) Við lásum þetta og sögðum bara vaaaaáááá eftir hverja setningu. Þetta á barasta ekki að vera hægt! Svona er bara í Hollywood myndum.
ReplyDeleteHafðu það nú gott elsku litla Annan okkar. Við ÖFUNDUM þig...pínu ;)!!!!!