Halló fallega fólk sem lesið bloggið mitt :D
Núna er ég byrjuð í þjálfuninni sem er ekkert grín! Þetta er allt svo flott og geðveikur búnaður að það er varla hægt að lýsa því!! Því miður er Emirates mjög! strangir með varðandi myndir á netið og svoleiðis þannig því miður get ég ekki sýnt ykkur myndir af þessu.. :(
Í gær og í dag prufuðum við simulaterana(gervilíkan af flugvél) þetta er svo flott! inní þessu fáum við að upplifa hvernig er að lenda harkalega, hrapa í sjó og fleira.. við þurfum að vera viðbúin öllu. Í dag vorum við einmitt að æfa hvernig við bregðumst við ef við þurftum að evacuate-a vélin við alskonar kringumstæðum.. mjög gaman! fengum svo feedback frá kennurnum og ég var mjög sátt nema kannski með eitt, en ég lagfæri það bara í næstu æfingu. Það var það að ég var crew og hinir í bekknum voru farþegar, svo þegar ég byrja að kalla á þau, open seatbelt, leave everything, come this way, var engin sem hreyfði sig hahaha.. þannig ég labbaði frá hurðinni sem ég mátti auðvitað ekki gera, en ég var bara athuga hvort að fólkið væru nú ekki að koma í átt að hurðinni.. í þessu eru MÖRG smáatriði sem þau eru að tékka á.. t.d. hvort maður noti vasaljósið, svari rétt í síman ofl. vélin sem ég er að æfa á núna er Airbus 330.. og ? í næstu viku fer ég á Boeing vélartýpuna, þessar 2 vikur kallast SEP sem eru lang erfiðastar, ef maður kemst í gegnum þær ætti maður að vera orðin "nokkuð" safe, en maður veit aldrei. Það er allt notað niður af þjálfurunum, hvernig skórnir, hárið, úrið, eyrnalokkarnir, er bolurinn girtur ofaní eða ekki(sem hann á að sjálfsögðu að vera/ofaní) Á hverjum degi fáum við svo heimaverkefni sem við eigum að skila inní í byrjun tímans, ég er með svo frábæra herbergisfélaga, að hún Desiree kom til mín í gær og spurði hvernig mér gengi, og það sem ég skildi ekki alveg útskýrði hún fyrir mér. Þjálfararnir fara bara yfir allt 1 SINNI, og á semí hraðferð, þannig ég er svo glöð að hafa verið í Keili í fyrra á flugþjónustubrautinni þar, það er sko að koma sér að góðum notum!!
Þjálfararnir mínir eru bæðu purser með mikla reynslu, þær eru mjög hressar og halda manni sko vel við efnið þannig athyglin er á allan tímann! skólinn er frá 7:30-til 15:30 og maður er samt að vakna um 0500 og er komin heim 1600, og svo fer maður að læra og áður en maður veit af er komin tími til að fara sofa..í gær tók ég mér góðu pásu þar sem hausinn á mér var orðin troðinn af upplýsingum, þannig ég eldaði mér hakk og spagettí ;) maður má ekki svellta hérna þar sem það er engin mamma á svæðinu:)
Einnig í dag vorum við að slökkva nokkrar tegundir af eldum, það gekk bara nokkuð vel held ég.
Á morgun förum við í ENN stærri æfingu í að slökkva elda og það verður um borð í simulaterunum/flugvélalíkönunum. Einnig í vikunni munum við æfa okkur í sundlauginni hjá þeim í alskonar björgunaræfingum.
Mér finnst þetta mjög gaman og er mjög heppin með bekk/batch eins og þau kalla þetta hérna.
Ég er í batch 1538, vinkona mín Katerina sem býr hérna í sama húsi er í nr 1541 þannig hún er að læra núna á Boeing sem ég geri í næstu viku.
En núna ætla ég að fara að læra, og váaa ég er svo glöð að hafa tekið með mér 5 kg af íslensku nammi hehe það mun sko aldeilisbjarga mér í gegnum prófin. Er einmitt núna ef ykkur langar að vita að hakka í mig á fullu freyju möndlur sem er eitt af því uppáhalds. :P
Bless í bili ;**
-Anna Kolbrún
Æðislegt hvað þú ert að fíla þig vel í þessu! Hljómar allt svo spennandi!;*
ReplyDeleteGangi þér vel með heimalærdóminn og í öllum þessum spennandi æfingum :)
P.s. viljum síðan fá að sjá fleirri myndir inn á facebook af lífinu í dubai :)
love á þig vinkona!
Spennandi!! Gaman að lesa hvað þú ert að gera :)
ReplyDeleteVá það er svo gaman að lesa hvað þú ert að gera!! Þú stendur þig vel og átt eftir að massa upp þessum prófum ;)
ReplyDeleteKnús elsku sætasta
Þetta er rosalega spennandi. Með alla þessa þjálfun ættirðu að geta unnið HVAR SEM ER!!!
ReplyDeleteGangi þér vel í þessu öllu sama - og njóttu þess í leiðinni þótt þetta sé svolítið strembið.
Kær kveðja frá okkur öllum.
jáhá vá og ennþá heldur spennan áfram ;) þetta er eins og að lesa góða spennusögu hjá þér ;) va hvað ég get ekki verið án bloggsins þíns....
ReplyDeletegangi þér vel í þessum stimulatorum .. ég myndi aldrey geta þetta sem þú ert að gera .. Váts ;) njóttu nammisins ;) love u <3
jóna B
Hæ Anna mín. Gaman að fylgjast með þér og að lesa þetta skemmtilega blogg þitt. Frábært hvað þú ert dugleg. Bestu kveðjur frá okkur afa
ReplyDeleteVá hvað það er gaman að heyra frá þér!
ReplyDeleteÞú átt pottþétt eftir að standa þig frábærlega!
Hlakka svo til að hitta þig á feisbúkk bráðlega :D
Sammála öllum hér að ofan, gaman að lesa bloggið þitt. Prenta allt út og gef Ömmu Láru sem er mjög spennt að fylgjast með. Knús rús, þín Lóa.
ReplyDelete