Friday, 4 June 2010

Skólalíf

Hæhæ :D
Núna er föstudagur hjá mér sem virkar eins og laugardagur á Íslandi. Hérna eru allir í fríi.
Hitinn er farin að stíig hækka, og orðið frekar óbærilegt, maður er að hlaupa útúr húsi, inní loftkældan bíl og útur honum inní hús. En jújú sumir þola þetta alveg, en maður svitnar bara og svitnar úti hehe :P
Í gær var strákur úr hópnum sem buðu nokkrum í partý, vorum kannsi 20 manns í frekar litlu rými. Það var nú ekki stoppað lengi, þar sem þreytan var alveg að buga mig og Katerinu. Síðan hélt liðið niðrí bæ á meðan við fórum heim að sofa. Það var unaðsleg tilfinning að geta sofnað og vita til þess að maður þurfti ekki að vakna kl 0500!! vaknaði kl 1200! :D lúxusulíf bara, núna er ég að plana hin heljarinnar lærdóm sem er framundan! það sem heldur mér virkilega við efnið og gangandi er að eftir viku er SEP búið! (ef maður er að standa sig vel. þ.e.a.s.) þá verður sko verðlaunað sig með einhverju fallegu úr Forever 21 eða einhverju álíka! vúhú
Eftir skóla í gær fórum við, Katerina og Ploy í Emirates mollið að versla í matinn.. sumt fólkið er með kúugfulla matarkörfur að mat, mætti halda að þau væru að byrgja sig upp fyrir einangrun eða eitthvað álíka. Einnig var stoppað við á Krispy Kreme og keypt 10 stk af donuts sem eru húðaðir með glace..held ég að það heiti! jimen hvað þetta var gott! núna er 1 eftir í öskjunni og ætla REYNA spara hann þangað til í kvöld! Bara svona það sé á hreinu er ég ekki búin að hakka í mig 9 stk heldur hef ég verið að deila þessu með stelpunum sem ég bý með :D
Í vikunni eru allar dagar búnir að vera.. vakna,skóli, læra, sofa...en það sem er svo frábært við skólann að það er svo mikið verklegt sem er frábært! ég á mun auðveldara með að muna hlutina ef ég fæ að sjá þá og prufa þá. T.d. eins og í gær vorum við í prófi hvernig á á operate-a hurð A - 330. Mér gekk bara vel, NÁÐI prófinu! :D Þetta var munnlegt og verklegt próf :)
Á sunnudaginn er svo annað próf sem er úr General safety.. úff maður er á fullu að læra það núna.. og svo fyrir prófið sem er á þriðjudaginn og svo er annað á fimmtudaginn. og þá er SEP búið!
En heyrðii jáá í gær fórum við í ditching! það var geðveikt gaman :D vorum í íþróttafötum og skriðum ofaní björgunarbát í vestum, þar vorum við að læra á björgunarbátinn.. eftir það áttum við að fara ofaní ÍS-kalda sundlaugina.. þetta var allt voða gaman þrátt fyrir skítakulda.. björgunarvestin voru alveg límd við andlitin á okkur hehe.. svo þegar við komum uppúr höfðum við 30min til að fara í sturtu og græja okkur fyrir hurðaprófið. við vorum 20 stelpur í frekar litlu rými, með aðgang að 5 sturtum í einu! það var mikið um troðning þarna..
En jæja, þetta verður ekki mikið lengra í bili þar sem vikan var frekar einhæf, alltaf það sama að gerast..
over and out! :D
- Anna Kolbrún

1 comment:

  1. hæ love ... bara að kvitta fyrir lesninguna dullan mín ;) gangi þér vel í SEP á morgun .... krossa fingur fyrir þig <3 klem jóna frænkz <3

    ReplyDelete