Tuesday, 13 July 2010

LOKSINS INTERNET! :D

Hallóoo elsku fallega fólk heima á Íslandi!!

Ég er búin að vera internetslaus ég veit ekki hvað lengi.. við höfum verið að fá internetið kannski í svona klt á dag stundum og svo horfið!! núna er ég allavega með internet og vona það haldist út þessa bloggfærslu hérna! Í Dubai er bara 1!!!!!! internet fyrirtæki sem er aðal! þannig ef þú lendir í vondum málum með internet er þú bara SÓOO SORRYY!! ekkert annað net fyrirtæki sem þú getur snúið þér til! ég er svo heppin að ein stelpan sem ég bý með Desiree á vinkonu sem vinnur hjá fyrirtækinu þannig hún getur stundum hjálpað okkur.
En allavega.. þá veit ég ekki hvar ég á að byrja.. held ég hafi endað á að segja ykkur frá flotta partýinu sem ég fór í... margt er búið að gerast síðan!
Núna er ég búin með traininguna og er komin með leyfi til að fljúga vúhú.. er búin með 2 æfingarflug sem maður þarf að uppfylla.. næsta flug sem ég fer í verð ég "alvöru" crew.. s.s. með ábyrgð á hurð ofl... í æfingarflugunum fékk ég að sitja framm í flugstjórnarklefa með flugmönnunum.. sem var ÆÐI! var þar í lendingu þegar við lentum í Delih í Indlandi.. og svo var ég í flugtaki líka.. í æfingarflugunum var ég rosalega heppin með samstarfsfólk og sérstaklega purser sem er yfir okkur.. í Delih fluginu var þettta frekar ungur strákur.. ég var mjög dekruð í því flugi.. hehe fékk first class mat! rækjur.. súkkulaðikonfekt sem var geðveikt gott! einnig eftirrétt ofl.. í fluginu til Delih var flugvélinni skipt í economy, buisness og first class.. þannig að í þessari vél var ekki eins mikið af fólki og var í þegar ég fór í hitt æfingarflugið þar sem það voru bara 2 classar í henni. Ég er þar með komin með leyfi til að fljúga á Airbus og Boeing :)
Í nótt kl nákvæmlega 0255 verð ég að taka af stað í loft til Muscat! það er 45 min flug.. þannig að það mun ganga hratt fyrir sig! verð komin til baka til Dubai um 0600 í fyrramálið..á sem betur fer frí dagin eftir til að sofa.. svo eftir það er ég held ég í 2 daga fríi! :D vúhú svo fer einnig að styttast í layoverið mitt í Manilla í Filipseyjum! stelpurnar þaðan sem ég var með í bekk eru búnar að vara mig við þessum stað, þarna er há glæpatíðni þannig maður á ekkert að vera með mikið af peningum á sér.. þarna er rosalega ódýrt að versla.. vonandi getur maður eitthvað nýtt sér það.. annars bara hengur maður á hótelinu og fær sér GOTT nudd í spa-inu! ekki slæmt það ;) svo í lok júlí er ég að fara til PARÍS!! borg ástarinnar! hlakka svo til að fara þangað og sjá Effelturnin þar sem ég hef aldrei farið þangað, ég á vinkonu sem er frá París og er búin að segja mér hvað er sniðugt að gera þar sem ég er ekki að stoppa svo lengi þarna.. 24 klt..
En jáa Te og kaffi þjónustan um borð úfff.. mér lýður stundum eins og handleggurinn ætli að rifna af mér þegar ég er að bjóða þetta.. þetta er lúmskt þungt þegar maður er að labba um 40 raðir með fulla könnu af kaffi eða te-i.. finn það sko að maður þarf eitthvað að fara taka sig á og koma sér í ræktina! sem er BTW á 7 hæð í húsinu mínu haha! lata ég! :P ég hef reyndar afsökun fyrir að vera ekki búin að fara.. ég steyngleymdi að pakka íþróttaskónum mínum, topp og bolum.. skil ekki hvernig ég fór að því hehe þannig ég þarf að fjárfesta í svoleiðis.
Við kláruðum traininguna í seinustu viku akkurat á mánudegi! og að sjálfsögðu var kíkt út á tjúttið! :D allir saman.. það var æði byrjuðum á einhverjum rosa flottum stað sem heitir að ég held Warehouse.. af einhverri ástæðu kalla ég þetta alltaf Farmhouse.. hehe skil ekki hvaðan ég fæ það.. en svo eftir það kíktum við á annan stað sem heitir Zink.. þar fáum við frítt inn og 50% afslátt með neon BLEIKA face-kortinu okkar.. með þessu korti fáum við afslætti útum allt.. matsölustöðum, fatabúðum, rennibrautagarði ofl. svo á þriðjudaginn í seinustu viku átti ein stelpa afmæli.. við fórum öll á einn stað sem hetir Trader vic´s... salsa stemming í hámarki.. ótrúlega gaman! ég elska að dansa við vinu mína frá suður Ameríku!! þessir ungu menn kunna sko að dilla sér og láta okkur dansa þar sem þeir sjá alfarið um dansporin og við bara fylgjum! :D
Eftir þennan stað fórum við í svaka villu! sem er á Palm Island.. eyjan sem lítur út eins og pálmatré í laginu og var byggð ofaná vatninu.. þarna er einnig Atlantis hótelið fræga. En allavega þá var það sami strákur og seinast sem bauð okkur í flott partýið sem bauð okkur 20 manns með sér í villu partýið á Palm Island.. þar var sami aðili sem átti flotta hobbý húsið og átti þetta hús. Við fórum í gegnum svaka securtiy til að komast inní götuna hans.. þegar við komum heyrðist bara VÁ.. VÁ.. VÁ! húsin þarna voru ólýsanlega flott. Við fórum inní húsið og löbbuðum í gegn til að komast á veröndina, þarna var hann með einka sundlaug! einka strönd og GEÐVEIKT útsýni!! Stuttu seinna byrjaði áfengið að hlaðast á borðið.. svakalega flott wiskey.. tequila.. vodka, bjór.. ég sem hafði ákveðið að vera ekki að drekka neitt þetta kvöld stóðst ekki alveg mátið þegar krakkarnir fóru að blanda sér kokteila hehe.. stemmingin þarna var æðisleg..strákarnir byrjuðu svo að ýta við hvor öðrum í sundlaugina og endaði með að einn þeirra flaug ofaní í fötunum, skóm, með blackberry síman sinn, rafmagnsbíllykil, sem virkar en ótrúlegt en satt. Eftir þetta fór einn af öðrum ofaní í fötunum, ég er ekki frá því að ég hafi verið allavega seinasta stelpan til að fara ofaní.. ég varð alltí einu umkringd 4 strákum sem sögðu að nú væri komið að mér! ég hélt nú ekki! en ég hafði ekkert um það að segja og var rifin úr sætinu og skutlað út í laug í öllum fötunum.. við vorum öll að busla í sjónum og sundlauginni eins og lítil börn til 4 um nóttina..
En jáa í gær fór ég í bíó á Twilight myndina Eclipse, hún var ágæt, á henni voru einhverjir arabastrákar alltaf að kalla eitthvað kjánalegt þegar það var alveg þögn og dramatískt atriði átti sér stað. Hérna er hægt að fá 3 tegundir af poppi! mér finnst það æði þar sem ég er svo mikill poppsjúklingur.. :P það er osta-, venjulegt og karmellu popp! ég læt þá alltaf blanda þessu öllu saman svo ég fái sitt lítið af hverju :P
En jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili ætla koma mér útí sundlaug og reynaaaa að fá smá lit sem er ómögulegt þar sem það er svo mikill raki! en ég vona að það lýði ekki eins langt á milli næstu bloggfærslu! :)
knúus ;*
-Anna Kolbrún í 45°hita!

4 comments:

  1. Vá ég elska að lesa bloggið þitt! Þú ert að upplifa svo óóótrúlega mikið!! Ekkert smá heppin!! :D Gangi þér ótrúlega vel í fluginu 17.júlí! :D

    ReplyDelete
  2. Hæ elsku Anna. Gaman að fá að fylgjast með þér og þínum skemmtilegu ævintýrum. Þú ert greinilega að fíla þetta í botn. Verst með kaffikönnurnar og það, hlýtur að vera erfittt. En vona að þú eigir áfram góða daga. Bestu kveðjur frá okkur afa.

    ReplyDelete
  3. Hæ Anna mín. Ótrúlega skemmtilegt að lesa bloggin þín, algjör ævintýri sem þú ert í !
    Hafðu það gott

    lovelove
    Árdís

    ReplyDelete
  4. Skemmtilegt líf sem þú lifir Anna prinsessa :)
    Hlakka til að sjá næsta blogg.
    Hlakka til að sjá þig.
    Ella

    ReplyDelete