Hæhæ nær og fjær!
Er ekki alveg búin að standast við þetta blessaða blogg mitt.
En jæja látum á það reyna..Núna er ég búin að fara heim til Íslands í frí, kom út fyrir einum mánuði síðan aftur! Ekkert smá hvað þetta var fljótt að líða, eiginlega ólöglega fljótt. Næsta ferð heim verður meira en helmingi styttra þannig ég býst nú varla við því að maður geti eitthvað sofið, nóg að gera. Náði ekki einu sinni að hitta alla sem ég ætlaði mér á Íslandi :( Átti æðislegar stundir með öllum mínu uppáhaldsfólki, og náði kaffihúsum, snjókomu, leikhúsferð! íslensku djammi sem var algjört möst! útað borða á yndsilega staði og margt fleira. :)
Núna eftir að ég kom út er ég búin að fara til Kuala Lumpur sem er í Malasíu, þar sá ég 2 turna sem ég maan enganvegin hvað heita en eru svakalega frægir. Ég fór útað borða með 2 úr crewinu og eftir það í nokkra framandi kokteila, við flökkuðum á milla staða í leit á góðri tónlist, staðirnar þarna voru með live tónlist með tælenskum unglingum að syngja uppá sviði, og NB þau gátu svo engan vegin sungið á ensku, fattaði þegar eitt lagið var meira en hálfnað að ég kannaðist nú við þetta lag frá einhverri popptónlist. Loksins fundum við stað þar sem enginn var inná, og dj að spila, engin live tónlist takkfyrirpent! Við algjörlega áttum dansgólfið og stjórnuðum tónlistinn af mestu lyst.
Næsta layover hjá mér er einnig búið að vera Colombo, það var nú áhugaver, þar fór ég út í svona hálfgerða skellinöðrubíla, umferðin þarna er algjör martröð og hélt á tímabili að já hérna eru endalokin takk! Fer ekki aftur uppí svona lagað þarna. Á hótelinu var rosalega góður matur þannig við kíktum á kvöldmatarbuffey og lunch. Það annað sem var gert en að borða var að kíkja á demanta/steinamarkaði, fór með einu strák sem ég var að fljúga með sem er líka mjög hinsegin en allir héldu að við værum hjón! og við settum upp þessi fínu leikrit handa fólki til að losa okkur við uppáþrengjandi sölumenn. Endaði að sjálfsögðu með að kaupa ekki neitt, þoli ekki of kræfandi sölumenn.
Einnig er ég búin að fara til London Heatrow, það var æði! Þar byrjaði ég á því fara uppá hótel, sofa smávegis og fór svo uppá völl og hitt Jónu Guðrúnu, hún var að koma til London með vinkonu sinni að shoppa, hún kom með soldið af dótinu sem ég þurfti að skilja eftir heima, var ekkert smá ánægð! :D þar á meðal mexico osturinn minn, piparostu, nóa-jólakonfekt! krydd og föt! :D eftir það hélt ég á oxfordstreet þar sem ég héld ég myndi bilast, komst ekki áfram né aftur á bak fyrir fólki! shiii hvað það var mikil jólatraffík! Það hljómar spennó úú oxford um jólin en NEI! ekki nema þú vilt láta valta yfir þig af konum, fjölskyldum með 10 börn í eftirdragi.
Núna á morgunn er ég svo að fara til Bankok! vúhú þar ætla ég sko að láta deeeekra við mig, á það sjúklega skilið! Bestu nudd í heiminum eru að sjálfsögðu að finna í Tælandi! og þangað fer ég 2 í þessum mánuði jibbý! Einnig alskonar markaðir og margt að sjá.
Í gær fór ég í bíó með Guðrúnu, til mikillar undrunar voru engin smábörn með í bíó þar sem foreldrarnir hérna taka óspart með sér ungabörn og smábörn í bíó. Um daginn fórum við nokkrar á HarryPotter, váaa þar var ég ekki sátt, sat fyrir aftan heila röð af litlum krökkum! ætli ég hafi kannski náð helmingi myndarinnar því þau töluðu svo mikið!
24. nóvember var útskriftin mín hjá Emirates, það var rosalega gaman að hitta bekkjarfélagana aftur. Strax daginn eftir átti ég flug til Munchen, þar fór ég og skoðaði litla sæta jólamarkaði og verslaði ýmsan mat. Uppáhaldsmatvöruverslunin mín er þar :P Matvörubúðir hérna eru ekki uppá margafiska. Ég reyni að elda en enda alltaf á því sama, pastaa! Það klikkar aldrei ;)
En jæja ég þarf að fara pakka niður fyrir Bankok ferðina mína! Hlakka ekkert smá til, þetta er eitt af skemmtilegustu stöðunum sem við fljúgum á hef ég heyrt.
Knús á ykkur öll fallegafólk!
-Anna Kolbrún:)
"Núna eftir að ég kom út er ég búin að fara til Kuala Lumpur sem er í Malasíu, þar sá ég 2 turna sem ég maan enganvegin hvað heita en eru svakalega frægir" Hahahahaha vá hvað ég sakna þín þegar ég las þetta!!
ReplyDeleteOg í alvöru hissa að bíósalur sé fullur af krökkum þegar þú ferð á Harry Potter ;)
Knús á þig og njóttu þín í dekrinu!