Nýtt ár gengið í garð! Trúði því!?! Nei ég trúi því sko ekki!
Þýðir btw að ég verði bæði eldri og eldri..
- Sorg, gleði, vonbrigði, ánægja, spenningur, væntingar eru góð orð til að lýsa nýja árinu. Þetta eru allt tilfinningar sem flest okkar höfum held ég...? Ekki getur 2011 verið hið fullkomna ár!
Við höfum örugglega flest væntingar til að þess að þetta ár verði betra en það seinasta og reynum að toppa það. Ef það tekst ekki á lok 2011 eru það frekar fúlt hehe. Sumarið gengur í garð með sinn græna faðm og hylur allt sem er ljótt og grátt. Sumarið er minn uppáhaldstími! Miðnætur sólin, kaffihúsin, djömmin, sitja úti í grilli, útilegur og margt fleira!!
Árið 2010 einkenndist af nánast sömu tilfinningum og 2011 muni gera held ég. Ekki það ég sé expert... Hver veit? kannki í framtíðinni;)
Árið byrjaði rosa vel. Var í námi sem ég hafði brennandi áhuga á. Fór á kaffihús, nóg af djammi til staðar, allir alltaf reddý að stökkva í danskóna! Febrúar gekk í garð, einn minn uppáhaldsmánuðum þar sem hann er svo stuttur, og um leið og hann klárast er nú ekki langt í að vorið láti sjást til sín! :D Maður skellir sér á skíði og heitt kakó:)
Mars mánuður kom, enþá snjór og slydda, það fór að sjást fyrir endan á frábæra náminu þar sem það kláraðist í apríl. Þá komu miklar vangaveltur um hvað næsta skref ætti að verða. Var það háskóli? vinna? sjálfboðaliðastörf? Svo margt sem kom til greina, en þegar einar dyr lokast opnast aðrar, og það er það sem kom fyrir hjá mér! Einn laugardagsmorgunn birtist það í blaðinu "Emirates" kemur til Íslands! Þarna var svarið! Þegar stóri dagurinn rann upp í mars var allt tilbúið, ferilskrá, réttu fötin, hárið, skórnir. Allt þurfti að lýta vel út fyrir daginn. Dagurinn byrjaði kl 09:00 og um kvöldið var ég að fara á árshátíð í Árneshreppsbúa. Var orðin mjög spennt fyrir því. Langi og strangi dagurinn byrjaði loksins. Dagurinn tók enda 21:00. Þá hafði ég komist að því að ég hefði komist áfram og væri að fara í viðtal á mánudeginu, ég hafði farið heim í milli tíðinni og náð í dressið fyrir kvöldið. Ég brunaði beina leið á ballið og komst beint í matinn. Skipti ekki um dress fyrr en á milli máltíða. Biðin eftir svarin tók svo við, ekki nema 4 vikum síðar fæ ég símtal frá Emirates um að þau vilji bjóða mér vinnu! og ég stökk strax á það!! Ekkert sem beið mín heima á þessu klakaskeri annað en vinir og fjölskylda, ekkert nám sem heillaði né vinna. Þannig daginn sem símtalði kom fékk ég spark í rassinn um að koma mér út og hefja þetta líf sem okkur var gefið. 18 maí hélt ég ein af stað út í heim með 2 ferðatöskur. Get alveg sagt að þetta var dagurinn sem breytti lífi mínu til hins betra, eftir það fór ég að sjá lífið í allt öðru ljósi, ekki bara Ísland. Það sem ég upplifði var að á Íslandi væri það eins og að vera fastur í fiskabúri og komast ekki í hafið. Hérna eignaðist ég vini frá hinum ýmsu þjóðernum og lærði alveg um alskonar hluti sem mér hefði örugglega aldrei dottið í hug eða tekið sem sjálfsagðan hlut. Sumarið leið svo hratt eins og það væri með ragettu í rassinum og áður en ég vissi af átti ég afmæli sem er í september. Svo alltí einu komin október! Mikil spenna var hjá mér, gat varla setið kyrr fyrir spenningi, var s.s. á leiðini til ÍSLANDS!! Vá það var svo æðislegt að komast og hitta allt uppáhaldsfólkið :D Tímin sem ég átti hérna var mér svo dýrmætur og æðislegur, skemmti mér stórkostlega.! Ömurlegt samt hvað tíminn leið hratt og áður en ég vissi af var ég mætt aftur út á völl á leið til Dubai.
En já svo leið tíminn og jólin gengu í garð! Eyddi aðfangadag með 3 íslenskum stelpum og borðuðum íslenskt lambalæri. Áramótin voru líka ógleymanleg, og það er vegna þess hversu skrítið það var að eyða ekki tíma með fjölskyldunni og vinum. Eitthvað sem kemur ekki fyrir aftur! Gangi ykkur vel á nýja árinu og skemmtið ykkur hið stórkostlegasta!! Nú og ef það klikkar eitthvað þá er það bara hugsa að það kemur annað ár eftir þetta! ;)
Nýárskveðjur! ;**
Anna Kolbrún
elsku krúttipútt. Gleðilegt ár ;) já það er svo sannarlega öðruvísi að halda ekki jól og áramót á okkar æskuslóðum en svona er þetta, lífið gengur sinn vana gang þrátt fyrir það , þú ert hetja ;) búin að afreka svo mikið flott á þessu eina ári alveg stórkostlegt hvað lukkan hefur leikið við þig ;) fullt af böns af kossum og klemmum til þín frá mér litla frænka <3
ReplyDeleteBloggaðu meira systir góð ;* Er sterklega að hallast að því að kannski mögulega kíkja til þín í sumar :)
ReplyDeleteElskulegust - ég held nú að það sé kominn tími á blogg hjá þér :)
ReplyDeleteSakni sakn
Knús mús