Monday, 28 June 2010

Arabalíf!

Hææ!! :D

Þá er komin ný vika og service er tekin við. Helgin hjá mér var mjöög skemmtileg! :D á fimmtudaginn kíktum við nokkur saman út á salsaclub sem var mjög gaman, hann er rétt hjá flotta hótelinu sem lýtur út eins og seglskúta :D þarna var allt rosalega flott.. hérna eru allstaðar pálmatréin skreytt með seríum er er rosalega huggulegt.
Á föstudaginn fór ég svo yfir í annað hús þar sem við hittumst nokkur og vorum að slaka á í sundlauginni þar.. vorum svona 10 manns.. þegar við erum í sundi kemur einn strákur til okkar sem er í sama hópi og við.. s.s. byrjaði á sama tíma og við í þjálfun, hann er vinur strákana sem við vorum með, hann kemur til okkar og segir að okkur sé boðið í partý til vina sinna (arabar) og þeir eru með svaka VILLU!! hann lét okkur vita að dræver myndi pikka okkar upp um 10 leytið um kvöldið s.s. um 2200 vorum við öll tilbúin, vorum orðin 15 manns, við keyrum í u.þ.b 20-30 min og komum af svakalega flottu hverfi! á móti okkur tekur svakalega flott hlið, við keyrum smá stíg og þar leggjum við bílnum, á móti okkur blasir þessi SVAKALEGA STÓRI gosbrunnur! alveg geðveikt flott með smá þaki yfir og grænum ljósum! Svo löbbum við lengra og í garðinum eru alskonar flottar styttur.. ljón, tígristýr, ernir, alskonar styttur, rosalega flott!! Við vorum semsé komin í svaka villu sem einhvar arabi á! Strákurinn sem bauð okkur,ólst upp með strákum mannsins sem á þetta flotta hús. Þarna var hús sem var alstaðar með gluggum á og inní því var poolborð, setustofa, og risa sjónvarp, við fengum að fara þangað og skoða! þegar við komum voru nokkrir arabar þar að spila en þeir fóru svo við gætum spilað og sest niður, okkur var boðið uppá súkkulaði sem leit út eins og blómaskreyting það var svo flott! tók sko mynd af því! ;)
Síðan héldum við í annað hús sem var aðalhúsið! fengum guide túr í gegnum það, eldhúsið er álíka stórt á eldhús á veitingahúsi takk fyrir pent! þau eru með 2 kokka í vinnu hjá sér þarna sem grilluðu ofaní okkur dýrindiskjúkling og ýmislegt, fengum arababrauð, ávexti, eitthvað sem var voða spice..einnig var nóg af áfengi á borðinu, þar sem við komum frekar seint vorum við að borða um 12 á miðnætti! Á borðinu voru að sjálfsögðu engin hnífapör en þeir voru mjög gestrisnir og létu okkur fá gaffal og skeið! Hérna borða flestir með höndunum, tók reyndar ekkert sértstaklega eftir því að þeir borðuðu með vinstri hönd eða ekki.. ég er ekki enþá alveg búin að ná því né fatta afhverju sumir borða allt með skeið og gaffli og nota EKKI hníf! Það gerir lífið svo miklu auðveldara hehe.. Við sátum úti á svakalega flottri verönd!! jiii hún var svo GEÐVEIK! og beint við hliðiná var risa stór sundlaug sem var æðisleg! Húsið þeirra var svo heldur ekki af verri endanum!! Stofan þeirra mynti helst á svakalega flott safn! inní því voru alskonar hlutir og m.a. svona bekkjaróla sem var rosalega flott.. hjúts fiskabúr ofl. Einnig var mjög flottur bar þarna.. "múslimar hvað" segi ég nú bara, þar sem þeir mega ekki vera drekka áfengi.. en allavega fengum við að sjá baðherbergið þeirra sem var úr gulli! shiii það var geðveikt! á gólfinu var gylltur hringur með öllum stjörnmerkjunum!! Einnig var svkalaega tæknilegt nuddbaðkar þarna!
En já eftir allan dýrindismatinn og túrinn um húsið var kl orðin kannski 0100 þá héldum við í annað hús sem var þarna.. (þetta er allt í göngufæri á milli) og þar var stór salur!! með rauðum sófum, á gólfinu, í loftinu var RISASTÓR kristalljósakróna!!! VÁ hún var geðveik og kostar örugglega margar margar hundruði milljóna! Engin krappý diskókúla ÓNEI! bara fansý kristalkróna ;) hehe þarna inni vorum við s.s. að fara dansa og skemmta okkur fram eftir kvöldi, eða svona meira nótt! við vorum 15 vinir saman og það var mjöööög gaman :D þarna var dansað, sungið og sjálfsögðu aðeins af áfengi.. inní þessum sal var að sjálfsögðu klósett og var það LÍKA gull- allstaðar! ég var alveg dolfallin! þegar maður lyftir upp til að þvo sér um hendurnar kemur vatnið út eins og þetta sé GOSBRUNNUR! alveg magnaað! En jáa! fyrir utan þetta hús var svakalega stór bekkjaróla! eða meira svona eins og SÓFI!! jii hann var geðveikur, vil fá svoleiðis inní mitt hús í framtíðinni!! Um 4 leytið ákváðum við svo að fara koma okkur heim og sjálfsögðu var dræverinn til taks að skutla okkur...! sumir tóku uppá því að fara dansa og hoppa og skoppa í gosbrunninnum..það var bara gaman að horfa á þetta.. ég var í hvítum kjól þannig ég tók nú ekki sjens á að fara ofaní vatnið hehe!
En JÁ! svona til að segja ykkur það líka að allt þetta hús sem ég var að lýsa er EINGÖNGU! HOBBÝ hús arabana!! þarna koma bachelorarnir og eru þarna frá fimmtudegi til sunnudags!!
Getiði ýmindað ykkur annað eins! þetta fólk á svo fáranlega mikið af peningum!
Ég get varla ýmindað mér hvernig hitt húsið þeirra er ef þetta er HOBBÝ húsið!!! Veit bara að hitt húsið þeirra er staðsett við Jumerah beach! sem er engin slor staður skoooo!!!
Laugardagurinn fór svo bara í það að læra og skreppa aðeins út til að versla í matinn! :)

Svo er það annað!! ég er komin með flugáætlun vúhúúú! byrja að flúga 17 júlí! :D
er með nokkur fram og til baka flug til m.a. Delih og Mumbai í Indlandi, Kairo í Egyptalandi og svoooooo fer ég til PARÍSAR!!! 28 júlí! og mun þá gista þar! :D HLAKKA SVO TIL! :D Einnig fer ég til Manila sem er í Filipseyjum og gisti þar! :D

En jæjaaaa ætla ekki að hafa þetta lengra í bili! :D
p.s. það væri gaman að fá að sjá cooomment ;P hihi

Knúuuussss á ykkur!
-Anna Kolbrún

Thursday, 24 June 2010

LOKSINS BLOGG! :D

Hæhæ elsku vinir nær og fjær!
Loksins komið annað blogg! það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér.. í seinustu viku var ég í GMT-sem er skyndihjálp og fleira.. það var frekar erfitt fannst mér :/ en ég náði prófinu með glans! :D
Einnig er ég búin að fá Emirates UNIFORMIÐ! loksins með mitt eigið flugfreyju uniform..
1 hattur, 2 slæður sem fara á hattin, 3 pils, 1 buxur, 5 skyrtur, 2 jakkar, 2 pör af skóm, láir/háir, þunn peysa, 3 vesti, belti..og svo ferðatöskur, einnig mun ég líka fá kápu þegar það fer að kólna í löndunum sem verður flogið til.. er núna byrjuð í service sem er í 8 daga, er alltaf í uniforminu í skólanum, og það er komnar en fleiri reglur... suprise suprise.. sem er m.a annars að í uniforminu má ekki borða NEITT með höndunum! komst að því þegar ég sá einn strák sem ég þekki vera borða ristabrauð með hnífapörum! hélt hann væri að grínast en nei svo var ekki!
Þegar service er búið byrja ég að fljúga! :D hlakka svo mikið til, eftir 2 daga á ég að fá áætlun yfir hvert ég verð að fljúga í næsta mánuði! Þetta er allt að bresta á.. þessar vikur hérna eru búnar að vera svo svakalega fljótar að líða.. :) núna eru María og Guðrún komnar út :D
Seinasta helgi var frekar róleg, kíkti með Katerinu á útsölurnar hérna.. kom út með 1 kjól frá Mango sem mig er búið að langa lengi í og ákvað að verðalauna mig eftir þessar erfiðu vikur í skólanum, átti hann svo sannarlega skilið. Einnis splæsti ég í 1 skópar úr H&M :P átti það líka skilið hehe..
Þessi vika var mjög skemmtileg sem leið (núna er fimmtudagur hjá mér sem er = föstud á ísl)
á sunnudaginn og mánudaginn var ég í security, það var mjög gaman, vorum að læra hvernig á að bregðast við flugræningjum og hvernig við dílum við ofstopa farþega.. Vorum að níðast á hvort öðru og læra alskonar trix, suma strákana var mjög erfitt að eiga við þar sem þeir eru svo stórir og sterkir en við náðum samt að tækla þá, þannig ef einhver stór karl/kona ætlar að vera með stæla getur maður dílað við það ;) á þriðjudaginn fórum við í grooming, þar lærðum við hvernig við eigum að hafa okkur til og viðhalda okkur, húð, neglum og fleira. Ég þarf að kaupa nýjan varalit þar sem minn varalitur var ekki nógu dökkur! Nýti helgina bara í það og einnig ætla slaka á fyrir næstu viku, aldrei að vita svo hvort maður kíki út í kvöld! eitt af seinustu kvöldunum sem við krakkarnir erum saman áður en við förum öll í sitthvora áttina :( það er mjög leiðinlegt að hugsa útí það, er búin að kynnast mörgum frábærum einstaklingum hérna með einstaka hæfileika allstaðar úr heiminum, og sumir frá stöðum sem ég hef aldrei heyrt um!
En váaa alltaf fæ ég sama svipin á andlitið á fólki þegar það spyr hvaðan ég kem og ég segi ICELAND.. þau bara jáaháa annaðhvort fer það að tala um að ég sé fyrsta manneskjan sem þau hitti sem er frá íslandi eða jáa volcanooo! hehe sumir eru mjög glaðir fyrir gosið því þau græddu auka daga í layover þar sem þau voru stödd og gátu ekki flogið til Dubai.
Í gær vorum við með Najoum-dag, þar gerðum við alskonar hópefli sem var mjög gaman, fengum góðan mat og fleira :) í lok dagsins áttum við að búa til okkar eigið loforð sem við ætlum að standa við í hverju flugi sem sé.. ég fór nú ekkert að lofa uppí ermina á mér einhverju svakalegu heldur var það að ég ætlaði að reyna gera mitt besta í að gera flugið eins gott og skemmtilegt fyrir börn um borð! :) Sjáum bara hvernig það fer allt saman..
En já hérna er svakalega heitt.. og fólk er að tala um að það muni hitna enþá meira! mér líst ekkert á það, þar sem uniformið er svo svakalega heitt.. áðan var svo mikill raki og móða að ég sá ekki nema hvítt útum gluggan hjá mér og ég er á 15 hæð! Einnig ætlaði ég að fara í sundlaugina en snéri fljótt við þegar ég sá tréin fjúka fram og til baka. Fór þá bara að elda í staðinn, hef ekki verið að elda neitt í þessari viku þar sem ég er búin að vera svo kvefuð með hálsbólgu og ekki haft mikla matarlyst, er núna byrjuð að taka C- vítamín og ætla svo að fara kaupa fjölvítamín líka, það er víst MJÖG nauðsynlegt hérna að taka vítamín til að halda sér hraustum þegar maður er að byrja fljúga því maður verður vís til þess að fá alskonar pestar :/
Dagurinn í dag er búinn að vera skrautlegur! byrjaði á því að ég þurfti að þvo uniform buxurnar þar sem ég á bara 1 þar sem Emirates ætlast til að við séum frekar í pilsum og eigum buxur til að nota í Saudi-flugin, ég náði að sjálfsögðu að klína einhverju í þær á rassin þannig ég þvoði þær og í gærkvöldi voru þær ekki orðnar þurrar þannig ég þurfti að vakna fyrr og strauja þær, og vá það var áskorun útaf fyrir sig, svo þegar það var búið þurfti ég að flýta mér að gera í hárið á mér, ég er orðin ansi fljót að því núna en í morgun gekk allt á afturfótunum, hárið vildi engan vegin vera á sínum stað, svo þegar ég var að mála mig var varablýanturinn með eitthvað vesen, eftir þetta var klukkan orðin svo mikið að ég þurfti að fara koma mér úr húsi, var næstum búin að gleyma hattinum þannig ég skellti honum á hausinn og út! þegar ég kom niður var rútan komin og fólk var að labba inní hana þannig ég slapp fyrir horn! :D
Núna er ég búin að hafa það ansi kósý og að liggja uppí sófa og horfa á þætti af Sex and the city! sem er upphálaldið mitt, finnst ekkert smá fúlt ða geta ekki séð myndina hérna! en ég er að fara fljúga bráðum og eins gott hún verði enþá í kvikmyndarhúsum! hehe :D
En jæjaa ætla ekki að hafa þetta lengra í bili :)
knús og kossar ;*
-Anna Kolbrún

Friday, 11 June 2010

SEP - Check!

Hallóo! :D

Góðar fréttir: ég náði SEP! :D víiii það er semsagt SafetyEmergencyProcedure. Fínar einkunnir líka :D 2*100% og 1 96% frekar sátt með það! Var með alveg æðislega þjálfara, sem ég á svoo eftir að sakna þeirra, þær voru æðislegar! :D
Núna í næstu viku hefst svo GMT sem er skyndihjálp og fleira. Þessi vika er víst frekar töff! og alveg til í því að fólk sé að falla, þannig maður verður bara að duglegur að læra heima ogfleira.
Í l0k næstu viku eftir GMT fæ ég UNIFORMIÐ jeijjj! :D hlakka svo til. Í framhaldi af því koma service training og securtiy ofl.
Þessi vika er búin að vera erfið, mikið lært þar sem þetta var prófa vika, og í gær var sko farið og dansað! Byrjaði nú samt á því að kaupa kjól og bol, :) síðan fór ég á Shrek 3 með Katerinu ,þetta er mjög skemmtileg mynd og það var mikið hlegið:D ég fór á 2130 sýningu og þar voru fullt af litlum börnum, fannst það svo skrítið, talaði um það við Desiree my flatemate og hún sagði mér að það væri algengt að börn væru vakandi frameftir öllu!
Eftir bíó var svo farið í partý rétt hjá. Fullt af fólki, eftir partýið fórum við á Zink sem er mjög skemmtilegur staður og mikið af cabin crew sem hengur þar. Ég fór með 5 hommavinum mínum hehe það var áhugavert og ótrúlega gaman! :D þeir eru svo miklar dívur þessar elskur og kunna sko að dansa, einn vinur minn er frá Dominískalýðveldinu og sá kann sko að dilla sér! Engar smá flottar mjaðmahreyfingar, ég leit út eins og karlmaður við hliðina á honum hahaa ;D
Deginum í dag var svo eitt í ströndina, fór þangað með 3 hommavinum mínum hehe. Gytis, Ali og Micheal. Síðan bættist einn við í hópinn sem er vinur Ali, það var voða gaman og mér leið á tímabili sem 5 hjólið :P það var svoo heitt á ströndina að vatnið í flöskunni minni var við að sjóða! Við vorum þarna í smátíma og fórum svo og fengum okkur að borða, ég fékk mér pennepasta með grænu pesto og kjúkling. Það var mjög áhugavert, hef aldrei smakkað pesto með pasta áður.. Eftir það kom ég heim og í sturtu! það var sko sandur alstaðar, þar sem það er svo mikill raki er sandurinn hálf klesstur við þig og það er frekar ógeðslegt, hárið á mér er líka í rusli Vatnið hérna í Dubai er ömurleg, það er frá sjónum og svo er það hreinsað aðeins og dælt í húsin, eða hitakútana, það gerir það að verkum að fólk fer að missa hárið, takk fyrir! ég er farin að finna fyrir miklum mun á hárinu á mér, það er roslega þurrt og skrítið, og svo í gær var ég með svakalegt hárlos þannig þetta er að byrja! :/ Núna í kvöld verður svo farið snemma að sofa og safnað kröftum fyrir komandi viku - GMT! Seinasta vika tók rosalega á, en ég lifði hana af. :)
Bankinn hérna hringdi í mig í vikunni þar sem ég sótti um debetkort hérna svo Emirates geti lagt inná mig launin mín í komandi framtíð. BÍBB bankinn er núna að segja mér að ég sé hvergi til í kerfinu, frekar ömurlegt þannig ég þarf örugglega að sækja um nýtt kort, finnst það frekar fáranlegt að þau séu að hringja í mig þar sem hvernig vita þau annars númerið mitt! bekkjarbróðir minn sem hefur búið hérna í 5 ár sagði að þetta væri mjög algengt hérna að allt væri óskipulagt.
Á morgun verður svo farið og verslað í matinn. Ég á nánast ekki neitt eftir af seinustu innkaupum. En í seinustu viku var sko ekkert eldað, enginn tími til þess, keypti mér bara heitan mat í hádeginu í skólanum og snarl hérna heima í staðinn. Ég er að borða á svo óreglulegum tímum, að það er fránalegt, stundum borðar maður bara 4 sinnum á dag og dagurinn byrjar um 0500! maður veit aldrei hvenær maður mun borða, og ekki má maður borða á hlaupum né opinberlega í skóla uniforminu, það má ekki einu sinni vera með tyggjó!
Rauði varaliturinn er farin að venjast soldið loksins, þar sem hann verður daglegt brauð á næstunni.
Eeenn ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, er svo þreytt að augun haldast varla 0pin mikið lengur. :)

Knúuusss heim til allra ;**
Anna Kolbrú

Friday, 4 June 2010

Skólalíf

Hæhæ :D
Núna er föstudagur hjá mér sem virkar eins og laugardagur á Íslandi. Hérna eru allir í fríi.
Hitinn er farin að stíig hækka, og orðið frekar óbærilegt, maður er að hlaupa útúr húsi, inní loftkældan bíl og útur honum inní hús. En jújú sumir þola þetta alveg, en maður svitnar bara og svitnar úti hehe :P
Í gær var strákur úr hópnum sem buðu nokkrum í partý, vorum kannsi 20 manns í frekar litlu rými. Það var nú ekki stoppað lengi, þar sem þreytan var alveg að buga mig og Katerinu. Síðan hélt liðið niðrí bæ á meðan við fórum heim að sofa. Það var unaðsleg tilfinning að geta sofnað og vita til þess að maður þurfti ekki að vakna kl 0500!! vaknaði kl 1200! :D lúxusulíf bara, núna er ég að plana hin heljarinnar lærdóm sem er framundan! það sem heldur mér virkilega við efnið og gangandi er að eftir viku er SEP búið! (ef maður er að standa sig vel. þ.e.a.s.) þá verður sko verðlaunað sig með einhverju fallegu úr Forever 21 eða einhverju álíka! vúhú
Eftir skóla í gær fórum við, Katerina og Ploy í Emirates mollið að versla í matinn.. sumt fólkið er með kúugfulla matarkörfur að mat, mætti halda að þau væru að byrgja sig upp fyrir einangrun eða eitthvað álíka. Einnig var stoppað við á Krispy Kreme og keypt 10 stk af donuts sem eru húðaðir með glace..held ég að það heiti! jimen hvað þetta var gott! núna er 1 eftir í öskjunni og ætla REYNA spara hann þangað til í kvöld! Bara svona það sé á hreinu er ég ekki búin að hakka í mig 9 stk heldur hef ég verið að deila þessu með stelpunum sem ég bý með :D
Í vikunni eru allar dagar búnir að vera.. vakna,skóli, læra, sofa...en það sem er svo frábært við skólann að það er svo mikið verklegt sem er frábært! ég á mun auðveldara með að muna hlutina ef ég fæ að sjá þá og prufa þá. T.d. eins og í gær vorum við í prófi hvernig á á operate-a hurð A - 330. Mér gekk bara vel, NÁÐI prófinu! :D Þetta var munnlegt og verklegt próf :)
Á sunnudaginn er svo annað próf sem er úr General safety.. úff maður er á fullu að læra það núna.. og svo fyrir prófið sem er á þriðjudaginn og svo er annað á fimmtudaginn. og þá er SEP búið!
En heyrðii jáá í gær fórum við í ditching! það var geðveikt gaman :D vorum í íþróttafötum og skriðum ofaní björgunarbát í vestum, þar vorum við að læra á björgunarbátinn.. eftir það áttum við að fara ofaní ÍS-kalda sundlaugina.. þetta var allt voða gaman þrátt fyrir skítakulda.. björgunarvestin voru alveg límd við andlitin á okkur hehe.. svo þegar við komum uppúr höfðum við 30min til að fara í sturtu og græja okkur fyrir hurðaprófið. við vorum 20 stelpur í frekar litlu rými, með aðgang að 5 sturtum í einu! það var mikið um troðning þarna..
En jæja, þetta verður ekki mikið lengra í bili þar sem vikan var frekar einhæf, alltaf það sama að gerast..
over and out! :D
- Anna Kolbrún