Thursday, 24 June 2010

LOKSINS BLOGG! :D

Hæhæ elsku vinir nær og fjær!
Loksins komið annað blogg! það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér.. í seinustu viku var ég í GMT-sem er skyndihjálp og fleira.. það var frekar erfitt fannst mér :/ en ég náði prófinu með glans! :D
Einnig er ég búin að fá Emirates UNIFORMIÐ! loksins með mitt eigið flugfreyju uniform..
1 hattur, 2 slæður sem fara á hattin, 3 pils, 1 buxur, 5 skyrtur, 2 jakkar, 2 pör af skóm, láir/háir, þunn peysa, 3 vesti, belti..og svo ferðatöskur, einnig mun ég líka fá kápu þegar það fer að kólna í löndunum sem verður flogið til.. er núna byrjuð í service sem er í 8 daga, er alltaf í uniforminu í skólanum, og það er komnar en fleiri reglur... suprise suprise.. sem er m.a annars að í uniforminu má ekki borða NEITT með höndunum! komst að því þegar ég sá einn strák sem ég þekki vera borða ristabrauð með hnífapörum! hélt hann væri að grínast en nei svo var ekki!
Þegar service er búið byrja ég að fljúga! :D hlakka svo mikið til, eftir 2 daga á ég að fá áætlun yfir hvert ég verð að fljúga í næsta mánuði! Þetta er allt að bresta á.. þessar vikur hérna eru búnar að vera svo svakalega fljótar að líða.. :) núna eru María og Guðrún komnar út :D
Seinasta helgi var frekar róleg, kíkti með Katerinu á útsölurnar hérna.. kom út með 1 kjól frá Mango sem mig er búið að langa lengi í og ákvað að verðalauna mig eftir þessar erfiðu vikur í skólanum, átti hann svo sannarlega skilið. Einnis splæsti ég í 1 skópar úr H&M :P átti það líka skilið hehe..
Þessi vika var mjög skemmtileg sem leið (núna er fimmtudagur hjá mér sem er = föstud á ísl)
á sunnudaginn og mánudaginn var ég í security, það var mjög gaman, vorum að læra hvernig á að bregðast við flugræningjum og hvernig við dílum við ofstopa farþega.. Vorum að níðast á hvort öðru og læra alskonar trix, suma strákana var mjög erfitt að eiga við þar sem þeir eru svo stórir og sterkir en við náðum samt að tækla þá, þannig ef einhver stór karl/kona ætlar að vera með stæla getur maður dílað við það ;) á þriðjudaginn fórum við í grooming, þar lærðum við hvernig við eigum að hafa okkur til og viðhalda okkur, húð, neglum og fleira. Ég þarf að kaupa nýjan varalit þar sem minn varalitur var ekki nógu dökkur! Nýti helgina bara í það og einnig ætla slaka á fyrir næstu viku, aldrei að vita svo hvort maður kíki út í kvöld! eitt af seinustu kvöldunum sem við krakkarnir erum saman áður en við förum öll í sitthvora áttina :( það er mjög leiðinlegt að hugsa útí það, er búin að kynnast mörgum frábærum einstaklingum hérna með einstaka hæfileika allstaðar úr heiminum, og sumir frá stöðum sem ég hef aldrei heyrt um!
En váaa alltaf fæ ég sama svipin á andlitið á fólki þegar það spyr hvaðan ég kem og ég segi ICELAND.. þau bara jáaháa annaðhvort fer það að tala um að ég sé fyrsta manneskjan sem þau hitti sem er frá íslandi eða jáa volcanooo! hehe sumir eru mjög glaðir fyrir gosið því þau græddu auka daga í layover þar sem þau voru stödd og gátu ekki flogið til Dubai.
Í gær vorum við með Najoum-dag, þar gerðum við alskonar hópefli sem var mjög gaman, fengum góðan mat og fleira :) í lok dagsins áttum við að búa til okkar eigið loforð sem við ætlum að standa við í hverju flugi sem sé.. ég fór nú ekkert að lofa uppí ermina á mér einhverju svakalegu heldur var það að ég ætlaði að reyna gera mitt besta í að gera flugið eins gott og skemmtilegt fyrir börn um borð! :) Sjáum bara hvernig það fer allt saman..
En já hérna er svakalega heitt.. og fólk er að tala um að það muni hitna enþá meira! mér líst ekkert á það, þar sem uniformið er svo svakalega heitt.. áðan var svo mikill raki og móða að ég sá ekki nema hvítt útum gluggan hjá mér og ég er á 15 hæð! Einnig ætlaði ég að fara í sundlaugina en snéri fljótt við þegar ég sá tréin fjúka fram og til baka. Fór þá bara að elda í staðinn, hef ekki verið að elda neitt í þessari viku þar sem ég er búin að vera svo kvefuð með hálsbólgu og ekki haft mikla matarlyst, er núna byrjuð að taka C- vítamín og ætla svo að fara kaupa fjölvítamín líka, það er víst MJÖG nauðsynlegt hérna að taka vítamín til að halda sér hraustum þegar maður er að byrja fljúga því maður verður vís til þess að fá alskonar pestar :/
Dagurinn í dag er búinn að vera skrautlegur! byrjaði á því að ég þurfti að þvo uniform buxurnar þar sem ég á bara 1 þar sem Emirates ætlast til að við séum frekar í pilsum og eigum buxur til að nota í Saudi-flugin, ég náði að sjálfsögðu að klína einhverju í þær á rassin þannig ég þvoði þær og í gærkvöldi voru þær ekki orðnar þurrar þannig ég þurfti að vakna fyrr og strauja þær, og vá það var áskorun útaf fyrir sig, svo þegar það var búið þurfti ég að flýta mér að gera í hárið á mér, ég er orðin ansi fljót að því núna en í morgun gekk allt á afturfótunum, hárið vildi engan vegin vera á sínum stað, svo þegar ég var að mála mig var varablýanturinn með eitthvað vesen, eftir þetta var klukkan orðin svo mikið að ég þurfti að fara koma mér úr húsi, var næstum búin að gleyma hattinum þannig ég skellti honum á hausinn og út! þegar ég kom niður var rútan komin og fólk var að labba inní hana þannig ég slapp fyrir horn! :D
Núna er ég búin að hafa það ansi kósý og að liggja uppí sófa og horfa á þætti af Sex and the city! sem er upphálaldið mitt, finnst ekkert smá fúlt ða geta ekki séð myndina hérna! en ég er að fara fljúga bráðum og eins gott hún verði enþá í kvikmyndarhúsum! hehe :D
En jæjaa ætla ekki að hafa þetta lengra í bili :)
knús og kossar ;*
-Anna Kolbrún

3 comments:

  1. o spennó spennó ;) hlakkar til að heyra hvert þú munt fljúga ;) og til lukku með uniformið elskan mín ;) ég stórefast um að það verði neitt vandamal þetta með að læra förðun og neglur þar sem þú kannt þetta allt elskan mín ;) hlakka til að sjá næstu myndir ;) góða skemmtun ef þú ferð á lífið í kveld ..

    love u <3

    ReplyDelete
  2. AAAANNAAAAA!!!!!! þetta er allt svo spennandi hjá þér :D :D :D

    ást frá Ísl
    -Inga

    PS! þú hlærð ekki að mér núna fyrir að borða snúð með hnífapörum :D

    ReplyDelete
  3. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete