Friday, 17 December 2010

Jólafrost

Jæjaa!
Hér sit ég á standby uppá höfuðstöðvum! Það þýðir að ég þarf að hlaupa inní ef einhver klikkar á að mæta í flugið sitt. veikur, of seinn o.s.frv. Þetta er alveg svakalega leiðinlegt! Er hérna frá 20.00 - 23:59
Sit hér og bið um kraftaverk að verða ekki kölluð út!! Var að koma úr flugi í gærkvöld seint og er að fara í flug á morgun, manni er alveg þrælað út hérna! Suma daga kemur svaka buguun! En svo þarf maður bara að hugsa líka um góðu hlutina sem maður fær í staðin.
Ég var til dæmis að koma heim frá Vín í gærkvöldi. Þar var svakalega mikið frost, ég kíkti út með 2 öðrum úr crewinu niðrá litla göngu götu, þar var fólk að syngja jólasöngva, jólatrésala, og fl. Ég smakkaði á Glugewein, eða hvernig sem það er nú skrifað s.s. jólaglögg. Alveg yndislegt þarna, er alveg að fýla þessa borg í botn! Fer alveg klárlega þangað aftur á mínum eigin vegum.
Svo um daginn var ég að koma frá Bankok, það var svaka ævintýri. Fórum nokkur saman í bátsferð niður á og þar sáum við m.a. konungshöllina og musteri sem við fórum svo að skoða betur. Musterið var ekkert smá bratt og það tók ekkert lítið á að labba upp þessar svakalegu tröppur.
En já núna styttist í jólin, finnst voða skrítið að vera ekki heima, þetta munu örugglega ekki teljast vera nein jól þar sem maður er ekki heima. En sjálfsögðu má maður ekki fara í jólaköttinn þannig maður splæsir einhverju fallegu á sig:)

En jæja þori ekki að hafa þetta mikið lengar í hættu um að vera kölluð út.
Vildi óska að ég væri núna á leiðinni á jólaball með mínu uppáhaldsfólki og Palla ball á Nasa á morgunn! Óska ykkur góðra skemmtunar!! :D

Lovelove frá Dubai!!
-Anna

Tuesday, 7 December 2010

Halló

Hæhæ nær og fjær!
Er ekki alveg búin að standast við þetta blessaða blogg mitt.
En jæja látum á það reyna..Núna er ég búin að fara heim til Íslands í frí, kom út fyrir einum mánuði síðan aftur! Ekkert smá hvað þetta var fljótt að líða, eiginlega ólöglega fljótt. Næsta ferð heim verður meira en helmingi styttra þannig ég býst nú varla við því að maður geti eitthvað sofið, nóg að gera. Náði ekki einu sinni að hitta alla sem ég ætlaði mér á Íslandi :( Átti æðislegar stundir með öllum mínu uppáhaldsfólki, og náði kaffihúsum, snjókomu, leikhúsferð! íslensku djammi sem var algjört möst! útað borða á yndsilega staði og margt fleira. :)
Núna eftir að ég kom út er ég búin að fara til Kuala Lumpur sem er í Malasíu, þar sá ég 2 turna sem ég maan enganvegin hvað heita en eru svakalega frægir. Ég fór útað borða með 2 úr crewinu og eftir það í nokkra framandi kokteila, við flökkuðum á milla staða í leit á góðri tónlist, staðirnar þarna voru með live tónlist með tælenskum unglingum að syngja uppá sviði, og NB þau gátu svo engan vegin sungið á ensku, fattaði þegar eitt lagið var meira en hálfnað að ég kannaðist nú við þetta lag frá einhverri popptónlist. Loksins fundum við stað þar sem enginn var inná, og dj að spila, engin live tónlist takkfyrirpent! Við algjörlega áttum dansgólfið og stjórnuðum tónlistinn af mestu lyst.
Næsta layover hjá mér er einnig búið að vera Colombo, það var nú áhugaver, þar fór ég út í svona hálfgerða skellinöðrubíla, umferðin þarna er algjör martröð og hélt á tímabili að já hérna eru endalokin takk! Fer ekki aftur uppí svona lagað þarna. Á hótelinu var rosalega góður matur þannig við kíktum á kvöldmatarbuffey og lunch. Það annað sem var gert en að borða var að kíkja á demanta/steinamarkaði, fór með einu strák sem ég var að fljúga með sem er líka mjög hinsegin en allir héldu að við værum hjón! og við settum upp þessi fínu leikrit handa fólki til að losa okkur við uppáþrengjandi sölumenn. Endaði að sjálfsögðu með að kaupa ekki neitt, þoli ekki of kræfandi sölumenn.
Einnig er ég búin að fara til London Heatrow, það var æði! Þar byrjaði ég á því fara uppá hótel, sofa smávegis og fór svo uppá völl og hitt Jónu Guðrúnu, hún var að koma til London með vinkonu sinni að shoppa, hún kom með soldið af dótinu sem ég þurfti að skilja eftir heima, var ekkert smá ánægð! :D þar á meðal mexico osturinn minn, piparostu, nóa-jólakonfekt! krydd og föt! :D eftir það hélt ég á oxfordstreet þar sem ég héld ég myndi bilast, komst ekki áfram né aftur á bak fyrir fólki! shiii hvað það var mikil jólatraffík! Það hljómar spennó úú oxford um jólin en NEI! ekki nema þú vilt láta valta yfir þig af konum, fjölskyldum með 10 börn í eftirdragi.
Núna á morgunn er ég svo að fara til Bankok! vúhú þar ætla ég sko að láta deeeekra við mig, á það sjúklega skilið! Bestu nudd í heiminum eru að sjálfsögðu að finna í Tælandi! og þangað fer ég 2 í þessum mánuði jibbý! Einnig alskonar markaðir og margt að sjá.
Í gær fór ég í bíó með Guðrúnu, til mikillar undrunar voru engin smábörn með í bíó þar sem foreldrarnir hérna taka óspart með sér ungabörn og smábörn í bíó. Um daginn fórum við nokkrar á HarryPotter, váaa þar var ég ekki sátt, sat fyrir aftan heila röð af litlum krökkum! ætli ég hafi kannski náð helmingi myndarinnar því þau töluðu svo mikið!
24. nóvember var útskriftin mín hjá Emirates, það var rosalega gaman að hitta bekkjarfélagana aftur. Strax daginn eftir átti ég flug til Munchen, þar fór ég og skoðaði litla sæta jólamarkaði og verslaði ýmsan mat. Uppáhaldsmatvöruverslunin mín er þar :P Matvörubúðir hérna eru ekki uppá margafiska. Ég reyni að elda en enda alltaf á því sama, pastaa! Það klikkar aldrei ;)

En jæja ég þarf að fara pakka niður fyrir Bankok ferðina mína! Hlakka ekkert smá til, þetta er eitt af skemmtilegustu stöðunum sem við fljúgum á hef ég heyrt.
Knús á ykkur öll fallegafólk!

-Anna Kolbrún:)

Tuesday, 21 September 2010

Back to business!!

Hallóoo
Þá er ofurbloggarinn mættur aftur til starfa eða þannig...
það sem hefur drifið á mína daga frá því seinast er að í lok ágúst fór ég til Munchen í Þýskalandi, þar átti ég æðislegan tíma með 3 öðrum crew-i. Við komum uppá hótel um 2 og flýttum okkur að skipta um föt og hittumst hálftíma seinna til að koma okkur í bæinn. Þarna er svona metro-tube sem við hoppuðum uppí. Ákváðum að vera soldið áhættusjúk og keyptum EKKI miða, ætluðum bara þykjast vera sofandi ef að einhver kæmi að tékka á þessu þar sem maður hefur heyrt að crewið stundar þetta grimmt. En já við röltum um og fórum í English garden þar sem maður sá eldri menn strípalingast um í garðinum, vissi nú ekki alveg hvert ég ætlaði þegar ég sá þann fyrsta berrassaðan þarna um í garðinum og börn þarna líka! hvurslags og annað eins! En þetta tíðkast víst þarna og ég var álitin voða skrítin fyrir að finnast eitthvað athugavert við þetta. Eftir þetta var að sjálfsögðu tékkað á Hofbrauhaus sem er staðsett í hjartaborgarinnar, þar fengum við okkur STÓRA bjórkrúsir. Okkur leyst ekkert á að borða þarna þannig við fórum á æðislegan ítalskan veitingastað. Eftir þetta skyldu leiðir okkar ég og hin stelpan fórum uppá hótel og fengum okkur einn drykk og strákarnir fóru eitthvað annað. Um morguninn var farið í supermarkað og restin af pengunum eitt sem við fengum, þar var keypt ferskt pasta, pönnukökudeig, brauð, kæfa og ýmsilegt. :)
Næsta layover var til Nairobi í Kenya, þar var nú bara farið í safarí með öðrum crew-i og mikið borðað. Alveg ótrúlegt hvað maður hefur prufað að borða alþjóðlegan mat núna, steikur í s-Afríku, kóreskan mat, kínverskan, japanskan! s.s. sushi oft fyrir valinu, segiði svo að ég sé ekki að borða fisk! ;) ég fæ mér reglulega sushi!
Enn allavega já ég er líka búin að fara til Jóhannesarborgar, þar var ekki mikið gert, fékk mér í glas með crewinu. Jemiiinnn S-Afríku rauðvín er það besta sem ég haf á ævinni smakkað! og tala nú ekki um T-bone-ið skooo ;) skellti mér á eitt svoleiðs daginn eftir sem var yndislegt þegar maður er glooorhungrað daginn eftir djamm.
En já svo um daginn fór ég aftur til Munchen, þar var rölt um og shoppað aðeins í HM þar sem vetrarlínan er að detta inn og er hún nú ekki í verri endanum!! ;)
En já núna var ég að koma frá Nýjasjálandi og Ástralíu!!
Byrjaði á 13 tíma flugi til Ástralíu - Melbourne, þar var 3 tíma hvíld sem ég fékk. Lentum um morgunin þar og vorum s.s. búin að fljúga allan daginn.. var dauuuð þreytt. Náði rétt svo að skríða uppí stóra rúmmið mitt.. Rotaðist þar til 1400 á localtima þar, dröslaði mér svo á lappir og fór útað borða með einni stelpu sem hafði verið með mér í training. Svo var farið aftur uppá hótel, reyndi eins og ég gat að halda mér vakandi en rotaðist fyrir framan sjónvarpið. Vaknaði galvösk á miðnætti á þeirra tíma og alveg sársvönng! pantaði mér roomservice. Daginn eftir var haldið til Nýjasjálnds, maður aðeins farin að venja tímamismunum. Fór út og rölti með 3 öðrum crew, enduðum á kóreskubuffei. Yndislegt. En svo um nóttina vaknaði mín ekki bara aftur um 5 leytið.. ótrúlegt hvaða tímamismunur getur verið erfuður stundum, 8-10 munur frá Dubai og tala nú ekki um 12 tímar frá Íslandi. En daginn eftir kom fór ég í SkyTower og sá yfir allt.

Svona til að nefna það líka þá átti ég afmæli um daginn! mín bara orðin 22 ára! 8 september fór ég með Maríu og Guðrúnu útað borða..9 september fór ég til vinar míns og þangað komu Matthildur, Pála, Steingrímur (s.s. íslenskamafían) ;) og nokkrir vinir mínir úr trainingu, þarna var drukkið og skemmt sér. Haldiði svo ekki bara á miðnætti að íslenska mafían hafi ekki sungið afmælisöngin fyrir mig. Yndislegir vinir alveg hreinnt! :D Framhaldið á kvöldinu er ekki við hæfi ritstjórnar.
10 september sjálfan afmælisdaginn kom hún Rakel til mín og við pöntuðum okkur sushi og drukkum hvítvín. Eftir þetta skelltum við okkur á Atlantis þar sem var brjálað sundlaugarpartý! já skal nú bara segja ykkur, sveittir, stæltir steraboltar útúm allar áttir, s.s. þarna sem sterboltarnir halda sig. haha Við kynntum 2 yndislegum strákum sem við spjölluðum heilengi við. Eftir langt spjall og marga drykki skelltum við okkur útí laug í körfubolta, það var nú meira sullið! hehee og frasinn its my birthday var nú ansi oft notaður þannig ég var alltaf að fá bolta haha :D 12 september bauð ég svo þeim íslendingum sem voru í Dubai að koma til mín Gytis vinur minn kom einnig með vin sinn. Hér var sko sannarlega fjööör! Fjörið var svo haldið niðra salsaclub Trader´vic. Eftir þetta kvöld erum við Íslendingar mjög líklega ekki velkomin aftur. Það var þannig að við vorum að pósa og skemmta okkur fyrir framan þennan æðislega litla gosbrunn? eða poll og haldiði ekki að við höfum dottið ofaní hann!! Öryggisverðirnir misstu andlitið og við bara uupppss sooo sorryy sooo sorry og hlupum inní næstu lyftu. hahah Haldiði ekki að þetta atvik sé fast á filmu þar sem að það sjást bara lappir uppí loft og hausarnir bakvið einhverstaðar!! Hef ekki látið sjá mig á þessum stað síðan þá.

Í gær og í dag er ég bara búin að vera dúlla mér, í gær var ég heima rosa þreytt eftir 6 daga ástralíu ferðina mína, ákvað að vera dugleg og eldaði mér vorrúllur og kínverskhrísgrjón og glápti á despó. Í dag fór ég og stússaðist aðeins í ferðamiðanum mínum, kom svo heim og var rosa löööt, endaði með að ég pantaði mér sushii og glápi nú hér á nýjasta GOSSIP GIRL! :D
vúhú..núna er maður einnig komin með fasta rútínu í hand og fótsnyrtingu.. það er svo ódýrt hérna að maður nýtir sér það óspart! :D
Á morgun er ég svo að fara til Birmingham í UK. Get ekki beðið eftir að komast í Primark og versla hitt og þetta. S.s jólagjafirnar í ár ;) djóókk!
En svo er hitt layoverið mitt til London Gatwick, maður er nánasta bara á Íslandi ;)

En eitt að lokum! ég er ekki að nota íslenskasímann minn hérna út.
Símanúmerið mitt er 00971-567340729. En tek upp aftur það íslenska þegar ég kem heim og þannig..

Bæ í biliii..
-Anna

Monday, 16 August 2010

LOKSINS - sma hnotskurn um lifid

Jaejjjjjjjjaaaaaaaaaaaaa...
frekar langt sidan eg bloggadi sidan, seint kemur sumt en kemur to, netid heima er buid ad vera i algjoru rugli :( erum bunar ad saekja um nytt internet tar sem ad ein stelpan sem eg bjo med var med netid a synu nafni og nuna er hun ad flytja ut.
Margt er buid ad gerast, eg er buin ad fara i nokkur skemmtileg layover, m.a. Sri lanka - colombo, tar for eg ad skoda fila og fekk ad fara a bak og hann labbadi med okkur baki. Tad var lumskt erfitt ad halda ser a baki. Eftir tad forum vid i jurtagard og tar var til laekning fyrur OLLUUU. just name it og tad er til.
Svo er eg lika buin ad fara til Paris, tar for eg i borgina og skodadi Effelturnin og Notre Dame.
Fyrir 2 dogum var eg uti i Rom. Tad var aediii... er sko ad fyla tessa borg, eg at 3 isa, vard audvitad ad smakka ymsar bragdegundir heheh.. svo fekk eg mer pasta og sma pizzuuu.. matargatid eg ad sjalfsogdu hehe.. i Rom skodadi eg Colosseum, vatikanid og Fontana De Vri.. tar getur madur kastad kronu ofani gosbrun og oskad ser kaerasta.. eda eitthvad alika hehe..
En jaa i gaer for eg a Shangri la hotel med Mariu og vid vorum tar eins og prinsessur, crew faer okeypis adgang tar tannig vid vorum i svakaflottrii sundlaug.. einnig spa, spain a islandi eru algjor prump mida vid tetta fanst mer :P tetta er svakalega flott..
En ja nuna sit eg i Sviss, var ad lenda fyrir 4 timum eda svo, for med 2 odru crew i supermarkad..komst loksins i alvoru maat.. keypti flotta osta, pasta, pastasosur, sukkuladi, jogurt, hvitvin og rosavin. Tad verdur bara veisla hja mer skooo ;) maturinn i dubai er ordin frekar leidigjarn, alltaf tad sama einhvernvegin :/ Sushi er samt frekar odyrt sem er gooott tar sem eg elska sushi, eg og Maria fengum okkur sushi og hvitvin um daginn heima hja mer, asamt tvi hofdum vid keypt arabistk nammi i "eftirrett"
Nuna i Dubai er Ramadan og ta er ekkert ad gerast.. madur ma ekki vera med neitt matar eda drykkjarkyns a almannafaeri.. eg steingleymdi mer um daginn og helt a vatnsflosku og fattadi tad tegar stelpa glapti lika svona svakalega a mig..madur verdur einnig ad passa sig i hvernig fotum madur gengur.. verdur ad hylja likamsaparta, helst ekkert skinn ma sjast a hondum eda fotum.
Tad sem er eftir ad manudinum hja mer er ferd til Munic i Tyskalandi og Johannesarborg i Afriku.. er alveg ad deyja ur spenningi og stressiii yfir naesta manudi fyrir ad fa god flug, vil sko helst ekki vera taka eitthvad skita flug i turnaround af sjalfan afmaelisdaginn takk FYRIR. Tad verdur skritid ad vera ekki heima og hafa vini og fjolskyldu af amaelisdaginn..
9 september klarast ramadan og eftir tad eru stanslaus party tannig tad verdur allavega nog um ad vera i dubai ta. Tvi nuna eru allir skemmtistadir og allt lokad a medan ramadan stendur.

En jaejjaa get ekki haft tetta lengra i bili, tolinmaeding a tessu svissneska lyklabordi er ad fara med miiiiiiiiiiiiig.. tetta er buid ad ganga frekar haegt ad skrifa tetta litla blogg herna..
Skal reyna hafa styttra a milli naest og vona eg fari nu ad fara fa internet heima adur en eg og stelpan sem eg by med forum ad tapa okkur alveg og vitum ekkert hvad er ad gerast ut i heimi.
En bless i bilii...Knuss og kossar fra Sviss ;**

Tuesday, 13 July 2010

LOKSINS INTERNET! :D

Hallóoo elsku fallega fólk heima á Íslandi!!

Ég er búin að vera internetslaus ég veit ekki hvað lengi.. við höfum verið að fá internetið kannski í svona klt á dag stundum og svo horfið!! núna er ég allavega með internet og vona það haldist út þessa bloggfærslu hérna! Í Dubai er bara 1!!!!!! internet fyrirtæki sem er aðal! þannig ef þú lendir í vondum málum með internet er þú bara SÓOO SORRYY!! ekkert annað net fyrirtæki sem þú getur snúið þér til! ég er svo heppin að ein stelpan sem ég bý með Desiree á vinkonu sem vinnur hjá fyrirtækinu þannig hún getur stundum hjálpað okkur.
En allavega.. þá veit ég ekki hvar ég á að byrja.. held ég hafi endað á að segja ykkur frá flotta partýinu sem ég fór í... margt er búið að gerast síðan!
Núna er ég búin með traininguna og er komin með leyfi til að fljúga vúhú.. er búin með 2 æfingarflug sem maður þarf að uppfylla.. næsta flug sem ég fer í verð ég "alvöru" crew.. s.s. með ábyrgð á hurð ofl... í æfingarflugunum fékk ég að sitja framm í flugstjórnarklefa með flugmönnunum.. sem var ÆÐI! var þar í lendingu þegar við lentum í Delih í Indlandi.. og svo var ég í flugtaki líka.. í æfingarflugunum var ég rosalega heppin með samstarfsfólk og sérstaklega purser sem er yfir okkur.. í Delih fluginu var þettta frekar ungur strákur.. ég var mjög dekruð í því flugi.. hehe fékk first class mat! rækjur.. súkkulaðikonfekt sem var geðveikt gott! einnig eftirrétt ofl.. í fluginu til Delih var flugvélinni skipt í economy, buisness og first class.. þannig að í þessari vél var ekki eins mikið af fólki og var í þegar ég fór í hitt æfingarflugið þar sem það voru bara 2 classar í henni. Ég er þar með komin með leyfi til að fljúga á Airbus og Boeing :)
Í nótt kl nákvæmlega 0255 verð ég að taka af stað í loft til Muscat! það er 45 min flug.. þannig að það mun ganga hratt fyrir sig! verð komin til baka til Dubai um 0600 í fyrramálið..á sem betur fer frí dagin eftir til að sofa.. svo eftir það er ég held ég í 2 daga fríi! :D vúhú svo fer einnig að styttast í layoverið mitt í Manilla í Filipseyjum! stelpurnar þaðan sem ég var með í bekk eru búnar að vara mig við þessum stað, þarna er há glæpatíðni þannig maður á ekkert að vera með mikið af peningum á sér.. þarna er rosalega ódýrt að versla.. vonandi getur maður eitthvað nýtt sér það.. annars bara hengur maður á hótelinu og fær sér GOTT nudd í spa-inu! ekki slæmt það ;) svo í lok júlí er ég að fara til PARÍS!! borg ástarinnar! hlakka svo til að fara þangað og sjá Effelturnin þar sem ég hef aldrei farið þangað, ég á vinkonu sem er frá París og er búin að segja mér hvað er sniðugt að gera þar sem ég er ekki að stoppa svo lengi þarna.. 24 klt..
En jáa Te og kaffi þjónustan um borð úfff.. mér lýður stundum eins og handleggurinn ætli að rifna af mér þegar ég er að bjóða þetta.. þetta er lúmskt þungt þegar maður er að labba um 40 raðir með fulla könnu af kaffi eða te-i.. finn það sko að maður þarf eitthvað að fara taka sig á og koma sér í ræktina! sem er BTW á 7 hæð í húsinu mínu haha! lata ég! :P ég hef reyndar afsökun fyrir að vera ekki búin að fara.. ég steyngleymdi að pakka íþróttaskónum mínum, topp og bolum.. skil ekki hvernig ég fór að því hehe þannig ég þarf að fjárfesta í svoleiðis.
Við kláruðum traininguna í seinustu viku akkurat á mánudegi! og að sjálfsögðu var kíkt út á tjúttið! :D allir saman.. það var æði byrjuðum á einhverjum rosa flottum stað sem heitir að ég held Warehouse.. af einhverri ástæðu kalla ég þetta alltaf Farmhouse.. hehe skil ekki hvaðan ég fæ það.. en svo eftir það kíktum við á annan stað sem heitir Zink.. þar fáum við frítt inn og 50% afslátt með neon BLEIKA face-kortinu okkar.. með þessu korti fáum við afslætti útum allt.. matsölustöðum, fatabúðum, rennibrautagarði ofl. svo á þriðjudaginn í seinustu viku átti ein stelpa afmæli.. við fórum öll á einn stað sem hetir Trader vic´s... salsa stemming í hámarki.. ótrúlega gaman! ég elska að dansa við vinu mína frá suður Ameríku!! þessir ungu menn kunna sko að dilla sér og láta okkur dansa þar sem þeir sjá alfarið um dansporin og við bara fylgjum! :D
Eftir þennan stað fórum við í svaka villu! sem er á Palm Island.. eyjan sem lítur út eins og pálmatré í laginu og var byggð ofaná vatninu.. þarna er einnig Atlantis hótelið fræga. En allavega þá var það sami strákur og seinast sem bauð okkur í flott partýið sem bauð okkur 20 manns með sér í villu partýið á Palm Island.. þar var sami aðili sem átti flotta hobbý húsið og átti þetta hús. Við fórum í gegnum svaka securtiy til að komast inní götuna hans.. þegar við komum heyrðist bara VÁ.. VÁ.. VÁ! húsin þarna voru ólýsanlega flott. Við fórum inní húsið og löbbuðum í gegn til að komast á veröndina, þarna var hann með einka sundlaug! einka strönd og GEÐVEIKT útsýni!! Stuttu seinna byrjaði áfengið að hlaðast á borðið.. svakalega flott wiskey.. tequila.. vodka, bjór.. ég sem hafði ákveðið að vera ekki að drekka neitt þetta kvöld stóðst ekki alveg mátið þegar krakkarnir fóru að blanda sér kokteila hehe.. stemmingin þarna var æðisleg..strákarnir byrjuðu svo að ýta við hvor öðrum í sundlaugina og endaði með að einn þeirra flaug ofaní í fötunum, skóm, með blackberry síman sinn, rafmagnsbíllykil, sem virkar en ótrúlegt en satt. Eftir þetta fór einn af öðrum ofaní í fötunum, ég er ekki frá því að ég hafi verið allavega seinasta stelpan til að fara ofaní.. ég varð alltí einu umkringd 4 strákum sem sögðu að nú væri komið að mér! ég hélt nú ekki! en ég hafði ekkert um það að segja og var rifin úr sætinu og skutlað út í laug í öllum fötunum.. við vorum öll að busla í sjónum og sundlauginni eins og lítil börn til 4 um nóttina..
En jáa í gær fór ég í bíó á Twilight myndina Eclipse, hún var ágæt, á henni voru einhverjir arabastrákar alltaf að kalla eitthvað kjánalegt þegar það var alveg þögn og dramatískt atriði átti sér stað. Hérna er hægt að fá 3 tegundir af poppi! mér finnst það æði þar sem ég er svo mikill poppsjúklingur.. :P það er osta-, venjulegt og karmellu popp! ég læt þá alltaf blanda þessu öllu saman svo ég fái sitt lítið af hverju :P
En jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili ætla koma mér útí sundlaug og reynaaaa að fá smá lit sem er ómögulegt þar sem það er svo mikill raki! en ég vona að það lýði ekki eins langt á milli næstu bloggfærslu! :)
knúus ;*
-Anna Kolbrún í 45°hita!

Monday, 28 June 2010

Arabalíf!

Hææ!! :D

Þá er komin ný vika og service er tekin við. Helgin hjá mér var mjöög skemmtileg! :D á fimmtudaginn kíktum við nokkur saman út á salsaclub sem var mjög gaman, hann er rétt hjá flotta hótelinu sem lýtur út eins og seglskúta :D þarna var allt rosalega flott.. hérna eru allstaðar pálmatréin skreytt með seríum er er rosalega huggulegt.
Á föstudaginn fór ég svo yfir í annað hús þar sem við hittumst nokkur og vorum að slaka á í sundlauginni þar.. vorum svona 10 manns.. þegar við erum í sundi kemur einn strákur til okkar sem er í sama hópi og við.. s.s. byrjaði á sama tíma og við í þjálfun, hann er vinur strákana sem við vorum með, hann kemur til okkar og segir að okkur sé boðið í partý til vina sinna (arabar) og þeir eru með svaka VILLU!! hann lét okkur vita að dræver myndi pikka okkar upp um 10 leytið um kvöldið s.s. um 2200 vorum við öll tilbúin, vorum orðin 15 manns, við keyrum í u.þ.b 20-30 min og komum af svakalega flottu hverfi! á móti okkur tekur svakalega flott hlið, við keyrum smá stíg og þar leggjum við bílnum, á móti okkur blasir þessi SVAKALEGA STÓRI gosbrunnur! alveg geðveikt flott með smá þaki yfir og grænum ljósum! Svo löbbum við lengra og í garðinum eru alskonar flottar styttur.. ljón, tígristýr, ernir, alskonar styttur, rosalega flott!! Við vorum semsé komin í svaka villu sem einhvar arabi á! Strákurinn sem bauð okkur,ólst upp með strákum mannsins sem á þetta flotta hús. Þarna var hús sem var alstaðar með gluggum á og inní því var poolborð, setustofa, og risa sjónvarp, við fengum að fara þangað og skoða! þegar við komum voru nokkrir arabar þar að spila en þeir fóru svo við gætum spilað og sest niður, okkur var boðið uppá súkkulaði sem leit út eins og blómaskreyting það var svo flott! tók sko mynd af því! ;)
Síðan héldum við í annað hús sem var aðalhúsið! fengum guide túr í gegnum það, eldhúsið er álíka stórt á eldhús á veitingahúsi takk fyrir pent! þau eru með 2 kokka í vinnu hjá sér þarna sem grilluðu ofaní okkur dýrindiskjúkling og ýmislegt, fengum arababrauð, ávexti, eitthvað sem var voða spice..einnig var nóg af áfengi á borðinu, þar sem við komum frekar seint vorum við að borða um 12 á miðnætti! Á borðinu voru að sjálfsögðu engin hnífapör en þeir voru mjög gestrisnir og létu okkur fá gaffal og skeið! Hérna borða flestir með höndunum, tók reyndar ekkert sértstaklega eftir því að þeir borðuðu með vinstri hönd eða ekki.. ég er ekki enþá alveg búin að ná því né fatta afhverju sumir borða allt með skeið og gaffli og nota EKKI hníf! Það gerir lífið svo miklu auðveldara hehe.. Við sátum úti á svakalega flottri verönd!! jiii hún var svo GEÐVEIK! og beint við hliðiná var risa stór sundlaug sem var æðisleg! Húsið þeirra var svo heldur ekki af verri endanum!! Stofan þeirra mynti helst á svakalega flott safn! inní því voru alskonar hlutir og m.a. svona bekkjaróla sem var rosalega flott.. hjúts fiskabúr ofl. Einnig var mjög flottur bar þarna.. "múslimar hvað" segi ég nú bara, þar sem þeir mega ekki vera drekka áfengi.. en allavega fengum við að sjá baðherbergið þeirra sem var úr gulli! shiii það var geðveikt! á gólfinu var gylltur hringur með öllum stjörnmerkjunum!! Einnig var svkalaega tæknilegt nuddbaðkar þarna!
En já eftir allan dýrindismatinn og túrinn um húsið var kl orðin kannski 0100 þá héldum við í annað hús sem var þarna.. (þetta er allt í göngufæri á milli) og þar var stór salur!! með rauðum sófum, á gólfinu, í loftinu var RISASTÓR kristalljósakróna!!! VÁ hún var geðveik og kostar örugglega margar margar hundruði milljóna! Engin krappý diskókúla ÓNEI! bara fansý kristalkróna ;) hehe þarna inni vorum við s.s. að fara dansa og skemmta okkur fram eftir kvöldi, eða svona meira nótt! við vorum 15 vinir saman og það var mjöööög gaman :D þarna var dansað, sungið og sjálfsögðu aðeins af áfengi.. inní þessum sal var að sjálfsögðu klósett og var það LÍKA gull- allstaðar! ég var alveg dolfallin! þegar maður lyftir upp til að þvo sér um hendurnar kemur vatnið út eins og þetta sé GOSBRUNNUR! alveg magnaað! En jáa! fyrir utan þetta hús var svakalega stór bekkjaróla! eða meira svona eins og SÓFI!! jii hann var geðveikur, vil fá svoleiðis inní mitt hús í framtíðinni!! Um 4 leytið ákváðum við svo að fara koma okkur heim og sjálfsögðu var dræverinn til taks að skutla okkur...! sumir tóku uppá því að fara dansa og hoppa og skoppa í gosbrunninnum..það var bara gaman að horfa á þetta.. ég var í hvítum kjól þannig ég tók nú ekki sjens á að fara ofaní vatnið hehe!
En JÁ! svona til að segja ykkur það líka að allt þetta hús sem ég var að lýsa er EINGÖNGU! HOBBÝ hús arabana!! þarna koma bachelorarnir og eru þarna frá fimmtudegi til sunnudags!!
Getiði ýmindað ykkur annað eins! þetta fólk á svo fáranlega mikið af peningum!
Ég get varla ýmindað mér hvernig hitt húsið þeirra er ef þetta er HOBBÝ húsið!!! Veit bara að hitt húsið þeirra er staðsett við Jumerah beach! sem er engin slor staður skoooo!!!
Laugardagurinn fór svo bara í það að læra og skreppa aðeins út til að versla í matinn! :)

Svo er það annað!! ég er komin með flugáætlun vúhúúú! byrja að flúga 17 júlí! :D
er með nokkur fram og til baka flug til m.a. Delih og Mumbai í Indlandi, Kairo í Egyptalandi og svoooooo fer ég til PARÍSAR!!! 28 júlí! og mun þá gista þar! :D HLAKKA SVO TIL! :D Einnig fer ég til Manila sem er í Filipseyjum og gisti þar! :D

En jæjaaaa ætla ekki að hafa þetta lengra í bili! :D
p.s. það væri gaman að fá að sjá cooomment ;P hihi

Knúuuussss á ykkur!
-Anna Kolbrún

Thursday, 24 June 2010

LOKSINS BLOGG! :D

Hæhæ elsku vinir nær og fjær!
Loksins komið annað blogg! það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér.. í seinustu viku var ég í GMT-sem er skyndihjálp og fleira.. það var frekar erfitt fannst mér :/ en ég náði prófinu með glans! :D
Einnig er ég búin að fá Emirates UNIFORMIÐ! loksins með mitt eigið flugfreyju uniform..
1 hattur, 2 slæður sem fara á hattin, 3 pils, 1 buxur, 5 skyrtur, 2 jakkar, 2 pör af skóm, láir/háir, þunn peysa, 3 vesti, belti..og svo ferðatöskur, einnig mun ég líka fá kápu þegar það fer að kólna í löndunum sem verður flogið til.. er núna byrjuð í service sem er í 8 daga, er alltaf í uniforminu í skólanum, og það er komnar en fleiri reglur... suprise suprise.. sem er m.a annars að í uniforminu má ekki borða NEITT með höndunum! komst að því þegar ég sá einn strák sem ég þekki vera borða ristabrauð með hnífapörum! hélt hann væri að grínast en nei svo var ekki!
Þegar service er búið byrja ég að fljúga! :D hlakka svo mikið til, eftir 2 daga á ég að fá áætlun yfir hvert ég verð að fljúga í næsta mánuði! Þetta er allt að bresta á.. þessar vikur hérna eru búnar að vera svo svakalega fljótar að líða.. :) núna eru María og Guðrún komnar út :D
Seinasta helgi var frekar róleg, kíkti með Katerinu á útsölurnar hérna.. kom út með 1 kjól frá Mango sem mig er búið að langa lengi í og ákvað að verðalauna mig eftir þessar erfiðu vikur í skólanum, átti hann svo sannarlega skilið. Einnis splæsti ég í 1 skópar úr H&M :P átti það líka skilið hehe..
Þessi vika var mjög skemmtileg sem leið (núna er fimmtudagur hjá mér sem er = föstud á ísl)
á sunnudaginn og mánudaginn var ég í security, það var mjög gaman, vorum að læra hvernig á að bregðast við flugræningjum og hvernig við dílum við ofstopa farþega.. Vorum að níðast á hvort öðru og læra alskonar trix, suma strákana var mjög erfitt að eiga við þar sem þeir eru svo stórir og sterkir en við náðum samt að tækla þá, þannig ef einhver stór karl/kona ætlar að vera með stæla getur maður dílað við það ;) á þriðjudaginn fórum við í grooming, þar lærðum við hvernig við eigum að hafa okkur til og viðhalda okkur, húð, neglum og fleira. Ég þarf að kaupa nýjan varalit þar sem minn varalitur var ekki nógu dökkur! Nýti helgina bara í það og einnig ætla slaka á fyrir næstu viku, aldrei að vita svo hvort maður kíki út í kvöld! eitt af seinustu kvöldunum sem við krakkarnir erum saman áður en við förum öll í sitthvora áttina :( það er mjög leiðinlegt að hugsa útí það, er búin að kynnast mörgum frábærum einstaklingum hérna með einstaka hæfileika allstaðar úr heiminum, og sumir frá stöðum sem ég hef aldrei heyrt um!
En váaa alltaf fæ ég sama svipin á andlitið á fólki þegar það spyr hvaðan ég kem og ég segi ICELAND.. þau bara jáaháa annaðhvort fer það að tala um að ég sé fyrsta manneskjan sem þau hitti sem er frá íslandi eða jáa volcanooo! hehe sumir eru mjög glaðir fyrir gosið því þau græddu auka daga í layover þar sem þau voru stödd og gátu ekki flogið til Dubai.
Í gær vorum við með Najoum-dag, þar gerðum við alskonar hópefli sem var mjög gaman, fengum góðan mat og fleira :) í lok dagsins áttum við að búa til okkar eigið loforð sem við ætlum að standa við í hverju flugi sem sé.. ég fór nú ekkert að lofa uppí ermina á mér einhverju svakalegu heldur var það að ég ætlaði að reyna gera mitt besta í að gera flugið eins gott og skemmtilegt fyrir börn um borð! :) Sjáum bara hvernig það fer allt saman..
En já hérna er svakalega heitt.. og fólk er að tala um að það muni hitna enþá meira! mér líst ekkert á það, þar sem uniformið er svo svakalega heitt.. áðan var svo mikill raki og móða að ég sá ekki nema hvítt útum gluggan hjá mér og ég er á 15 hæð! Einnig ætlaði ég að fara í sundlaugina en snéri fljótt við þegar ég sá tréin fjúka fram og til baka. Fór þá bara að elda í staðinn, hef ekki verið að elda neitt í þessari viku þar sem ég er búin að vera svo kvefuð með hálsbólgu og ekki haft mikla matarlyst, er núna byrjuð að taka C- vítamín og ætla svo að fara kaupa fjölvítamín líka, það er víst MJÖG nauðsynlegt hérna að taka vítamín til að halda sér hraustum þegar maður er að byrja fljúga því maður verður vís til þess að fá alskonar pestar :/
Dagurinn í dag er búinn að vera skrautlegur! byrjaði á því að ég þurfti að þvo uniform buxurnar þar sem ég á bara 1 þar sem Emirates ætlast til að við séum frekar í pilsum og eigum buxur til að nota í Saudi-flugin, ég náði að sjálfsögðu að klína einhverju í þær á rassin þannig ég þvoði þær og í gærkvöldi voru þær ekki orðnar þurrar þannig ég þurfti að vakna fyrr og strauja þær, og vá það var áskorun útaf fyrir sig, svo þegar það var búið þurfti ég að flýta mér að gera í hárið á mér, ég er orðin ansi fljót að því núna en í morgun gekk allt á afturfótunum, hárið vildi engan vegin vera á sínum stað, svo þegar ég var að mála mig var varablýanturinn með eitthvað vesen, eftir þetta var klukkan orðin svo mikið að ég þurfti að fara koma mér úr húsi, var næstum búin að gleyma hattinum þannig ég skellti honum á hausinn og út! þegar ég kom niður var rútan komin og fólk var að labba inní hana þannig ég slapp fyrir horn! :D
Núna er ég búin að hafa það ansi kósý og að liggja uppí sófa og horfa á þætti af Sex and the city! sem er upphálaldið mitt, finnst ekkert smá fúlt ða geta ekki séð myndina hérna! en ég er að fara fljúga bráðum og eins gott hún verði enþá í kvikmyndarhúsum! hehe :D
En jæjaa ætla ekki að hafa þetta lengra í bili :)
knús og kossar ;*
-Anna Kolbrún

Friday, 11 June 2010

SEP - Check!

Hallóo! :D

Góðar fréttir: ég náði SEP! :D víiii það er semsagt SafetyEmergencyProcedure. Fínar einkunnir líka :D 2*100% og 1 96% frekar sátt með það! Var með alveg æðislega þjálfara, sem ég á svoo eftir að sakna þeirra, þær voru æðislegar! :D
Núna í næstu viku hefst svo GMT sem er skyndihjálp og fleira. Þessi vika er víst frekar töff! og alveg til í því að fólk sé að falla, þannig maður verður bara að duglegur að læra heima ogfleira.
Í l0k næstu viku eftir GMT fæ ég UNIFORMIÐ jeijjj! :D hlakka svo til. Í framhaldi af því koma service training og securtiy ofl.
Þessi vika er búin að vera erfið, mikið lært þar sem þetta var prófa vika, og í gær var sko farið og dansað! Byrjaði nú samt á því að kaupa kjól og bol, :) síðan fór ég á Shrek 3 með Katerinu ,þetta er mjög skemmtileg mynd og það var mikið hlegið:D ég fór á 2130 sýningu og þar voru fullt af litlum börnum, fannst það svo skrítið, talaði um það við Desiree my flatemate og hún sagði mér að það væri algengt að börn væru vakandi frameftir öllu!
Eftir bíó var svo farið í partý rétt hjá. Fullt af fólki, eftir partýið fórum við á Zink sem er mjög skemmtilegur staður og mikið af cabin crew sem hengur þar. Ég fór með 5 hommavinum mínum hehe það var áhugavert og ótrúlega gaman! :D þeir eru svo miklar dívur þessar elskur og kunna sko að dansa, einn vinur minn er frá Dominískalýðveldinu og sá kann sko að dilla sér! Engar smá flottar mjaðmahreyfingar, ég leit út eins og karlmaður við hliðina á honum hahaa ;D
Deginum í dag var svo eitt í ströndina, fór þangað með 3 hommavinum mínum hehe. Gytis, Ali og Micheal. Síðan bættist einn við í hópinn sem er vinur Ali, það var voða gaman og mér leið á tímabili sem 5 hjólið :P það var svoo heitt á ströndina að vatnið í flöskunni minni var við að sjóða! Við vorum þarna í smátíma og fórum svo og fengum okkur að borða, ég fékk mér pennepasta með grænu pesto og kjúkling. Það var mjög áhugavert, hef aldrei smakkað pesto með pasta áður.. Eftir það kom ég heim og í sturtu! það var sko sandur alstaðar, þar sem það er svo mikill raki er sandurinn hálf klesstur við þig og það er frekar ógeðslegt, hárið á mér er líka í rusli Vatnið hérna í Dubai er ömurleg, það er frá sjónum og svo er það hreinsað aðeins og dælt í húsin, eða hitakútana, það gerir það að verkum að fólk fer að missa hárið, takk fyrir! ég er farin að finna fyrir miklum mun á hárinu á mér, það er roslega þurrt og skrítið, og svo í gær var ég með svakalegt hárlos þannig þetta er að byrja! :/ Núna í kvöld verður svo farið snemma að sofa og safnað kröftum fyrir komandi viku - GMT! Seinasta vika tók rosalega á, en ég lifði hana af. :)
Bankinn hérna hringdi í mig í vikunni þar sem ég sótti um debetkort hérna svo Emirates geti lagt inná mig launin mín í komandi framtíð. BÍBB bankinn er núna að segja mér að ég sé hvergi til í kerfinu, frekar ömurlegt þannig ég þarf örugglega að sækja um nýtt kort, finnst það frekar fáranlegt að þau séu að hringja í mig þar sem hvernig vita þau annars númerið mitt! bekkjarbróðir minn sem hefur búið hérna í 5 ár sagði að þetta væri mjög algengt hérna að allt væri óskipulagt.
Á morgun verður svo farið og verslað í matinn. Ég á nánast ekki neitt eftir af seinustu innkaupum. En í seinustu viku var sko ekkert eldað, enginn tími til þess, keypti mér bara heitan mat í hádeginu í skólanum og snarl hérna heima í staðinn. Ég er að borða á svo óreglulegum tímum, að það er fránalegt, stundum borðar maður bara 4 sinnum á dag og dagurinn byrjar um 0500! maður veit aldrei hvenær maður mun borða, og ekki má maður borða á hlaupum né opinberlega í skóla uniforminu, það má ekki einu sinni vera með tyggjó!
Rauði varaliturinn er farin að venjast soldið loksins, þar sem hann verður daglegt brauð á næstunni.
Eeenn ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, er svo þreytt að augun haldast varla 0pin mikið lengur. :)

Knúuusss heim til allra ;**
Anna Kolbrú

Friday, 4 June 2010

Skólalíf

Hæhæ :D
Núna er föstudagur hjá mér sem virkar eins og laugardagur á Íslandi. Hérna eru allir í fríi.
Hitinn er farin að stíig hækka, og orðið frekar óbærilegt, maður er að hlaupa útúr húsi, inní loftkældan bíl og útur honum inní hús. En jújú sumir þola þetta alveg, en maður svitnar bara og svitnar úti hehe :P
Í gær var strákur úr hópnum sem buðu nokkrum í partý, vorum kannsi 20 manns í frekar litlu rými. Það var nú ekki stoppað lengi, þar sem þreytan var alveg að buga mig og Katerinu. Síðan hélt liðið niðrí bæ á meðan við fórum heim að sofa. Það var unaðsleg tilfinning að geta sofnað og vita til þess að maður þurfti ekki að vakna kl 0500!! vaknaði kl 1200! :D lúxusulíf bara, núna er ég að plana hin heljarinnar lærdóm sem er framundan! það sem heldur mér virkilega við efnið og gangandi er að eftir viku er SEP búið! (ef maður er að standa sig vel. þ.e.a.s.) þá verður sko verðlaunað sig með einhverju fallegu úr Forever 21 eða einhverju álíka! vúhú
Eftir skóla í gær fórum við, Katerina og Ploy í Emirates mollið að versla í matinn.. sumt fólkið er með kúugfulla matarkörfur að mat, mætti halda að þau væru að byrgja sig upp fyrir einangrun eða eitthvað álíka. Einnig var stoppað við á Krispy Kreme og keypt 10 stk af donuts sem eru húðaðir með glace..held ég að það heiti! jimen hvað þetta var gott! núna er 1 eftir í öskjunni og ætla REYNA spara hann þangað til í kvöld! Bara svona það sé á hreinu er ég ekki búin að hakka í mig 9 stk heldur hef ég verið að deila þessu með stelpunum sem ég bý með :D
Í vikunni eru allar dagar búnir að vera.. vakna,skóli, læra, sofa...en það sem er svo frábært við skólann að það er svo mikið verklegt sem er frábært! ég á mun auðveldara með að muna hlutina ef ég fæ að sjá þá og prufa þá. T.d. eins og í gær vorum við í prófi hvernig á á operate-a hurð A - 330. Mér gekk bara vel, NÁÐI prófinu! :D Þetta var munnlegt og verklegt próf :)
Á sunnudaginn er svo annað próf sem er úr General safety.. úff maður er á fullu að læra það núna.. og svo fyrir prófið sem er á þriðjudaginn og svo er annað á fimmtudaginn. og þá er SEP búið!
En heyrðii jáá í gær fórum við í ditching! það var geðveikt gaman :D vorum í íþróttafötum og skriðum ofaní björgunarbát í vestum, þar vorum við að læra á björgunarbátinn.. eftir það áttum við að fara ofaní ÍS-kalda sundlaugina.. þetta var allt voða gaman þrátt fyrir skítakulda.. björgunarvestin voru alveg límd við andlitin á okkur hehe.. svo þegar við komum uppúr höfðum við 30min til að fara í sturtu og græja okkur fyrir hurðaprófið. við vorum 20 stelpur í frekar litlu rými, með aðgang að 5 sturtum í einu! það var mikið um troðning þarna..
En jæja, þetta verður ekki mikið lengra í bili þar sem vikan var frekar einhæf, alltaf það sama að gerast..
over and out! :D
- Anna Kolbrún

Monday, 31 May 2010

:D

Halló fallega fólk sem lesið bloggið mitt :D
Núna er ég byrjuð í þjálfuninni sem er ekkert grín! Þetta er allt svo flott og geðveikur búnaður að það er varla hægt að lýsa því!! Því miður er Emirates mjög! strangir með varðandi myndir á netið og svoleiðis þannig því miður get ég ekki sýnt ykkur myndir af þessu.. :(
Í gær og í dag prufuðum við simulaterana(gervilíkan af flugvél) þetta er svo flott! inní þessu fáum við að upplifa hvernig er að lenda harkalega, hrapa í sjó og fleira.. við þurfum að vera viðbúin öllu. Í dag vorum við einmitt að æfa hvernig við bregðumst við ef við þurftum að evacuate-a vélin við alskonar kringumstæðum.. mjög gaman! fengum svo feedback frá kennurnum og ég var mjög sátt nema kannski með eitt, en ég lagfæri það bara í næstu æfingu. Það var það að ég var crew og hinir í bekknum voru farþegar, svo þegar ég byrja að kalla á þau, open seatbelt, leave everything, come this way, var engin sem hreyfði sig hahaha.. þannig ég labbaði frá hurðinni sem ég mátti auðvitað ekki gera, en ég var bara athuga hvort að fólkið væru nú ekki að koma í átt að hurðinni.. í þessu eru MÖRG smáatriði sem þau eru að tékka á.. t.d. hvort maður noti vasaljósið, svari rétt í síman ofl. vélin sem ég er að æfa á núna er Airbus 330.. og ? í næstu viku fer ég á Boeing vélartýpuna, þessar 2 vikur kallast SEP sem eru lang erfiðastar, ef maður kemst í gegnum þær ætti maður að vera orðin "nokkuð" safe, en maður veit aldrei. Það er allt notað niður af þjálfurunum, hvernig skórnir, hárið, úrið, eyrnalokkarnir, er bolurinn girtur ofaní eða ekki(sem hann á að sjálfsögðu að vera/ofaní) Á hverjum degi fáum við svo heimaverkefni sem við eigum að skila inní í byrjun tímans, ég er með svo frábæra herbergisfélaga, að hún Desiree kom til mín í gær og spurði hvernig mér gengi, og það sem ég skildi ekki alveg útskýrði hún fyrir mér. Þjálfararnir fara bara yfir allt 1 SINNI, og á semí hraðferð, þannig ég er svo glöð að hafa verið í Keili í fyrra á flugþjónustubrautinni þar, það er sko að koma sér að góðum notum!!
Þjálfararnir mínir eru bæðu purser með mikla reynslu, þær eru mjög hressar og halda manni sko vel við efnið þannig athyglin er á allan tímann! skólinn er frá 7:30-til 15:30 og maður er samt að vakna um 0500 og er komin heim 1600, og svo fer maður að læra og áður en maður veit af er komin tími til að fara sofa..í gær tók ég mér góðu pásu þar sem hausinn á mér var orðin troðinn af upplýsingum, þannig ég eldaði mér hakk og spagettí ;) maður má ekki svellta hérna þar sem það er engin mamma á svæðinu:)
Einnig í dag vorum við að slökkva nokkrar tegundir af eldum, það gekk bara nokkuð vel held ég.
Á morgun förum við í ENN stærri æfingu í að slökkva elda og það verður um borð í simulaterunum/flugvélalíkönunum. Einnig í vikunni munum við æfa okkur í sundlauginni hjá þeim í alskonar björgunaræfingum.
Mér finnst þetta mjög gaman og er mjög heppin með bekk/batch eins og þau kalla þetta hérna.
Ég er í batch 1538, vinkona mín Katerina sem býr hérna í sama húsi er í nr 1541 þannig hún er að læra núna á Boeing sem ég geri í næstu viku.
En núna ætla ég að fara að læra, og váaa ég er svo glöð að hafa tekið með mér 5 kg af íslensku nammi hehe það mun sko aldeilisbjarga mér í gegnum prófin. Er einmitt núna ef ykkur langar að vita að hakka í mig á fullu freyju möndlur sem er eitt af því uppáhalds. :P
Bless í bili ;**
-Anna Kolbrún

Friday, 28 May 2010

More from Dubai! :)

Sæl veriði :D
Hérna er veðrið alltaf farið að hitna og hitna og rakinn alveg í hámarkii!
í dag var víst 44°.. fann ekkert rosalega mikið fyrir því þar sem ég svaf út og fór svo í Dubai-mall að versla í matinn með Katerinu sem býr í sama húsi og ég. Við fórum og fengum okkur að borða aðeins.. junkfood að sjálfsögðu sem er mjög nauðsynlegt eftir djamm hehe Mc donalds var fyrir valinu að þessu sinni... ætla ekki einu sinni að pæla í kaloríunum átti þetta svo sannarlega skilið.
En heyriðiii maður er bara orðið celeb hérna úti ;) haha .. það var kona frá Kína/kóreu? sem stoppaði mig og spurði hvort maðurinn hennar mætti taka mynd af okkar saman! haha ég bara uhh jája þannig það er einhver kona útí heimi sem á mynd af mér og sér saman, frekar fyndið! :D
Þegar ég kom heim var bara fullt af fólki í heimsók.. Desiree stelpa sem ég bý með var með kærastann sinn og vinkonu sína í heimsókn, einnig var vinur kærasta hennar.. stuttu seinna kom bróðir kærasta hennar sem er 18 ára, veit nú ekki alveg hvað hann var að gera hérna en það var alveg nóg að fólki.. hann var að fara á deit með stelpu þannig að hann skipti um föt og þurfti að klæða sig í svona hvítan "kjól" og arabaklút á hausnum.. seinna um kvöldið fór ég út með öllu þessu fólki sem ég er búin að telja upp (nenni ekki að telja það upp aftur) :P við fórum á e-h geðveiiikt hóte þar sem það komu menn og tóku bílinn og við fengum númerl.. pöntuðum okkur piparmyntu te sem var mjög gott.. svo komu einhver fræ á bakka sem ég man ekki hvað þau kalla.. þau fengu sér svo einnig eitthvað sem heitir síshja.. sem maður reykir.. þetta er engin smá pípa.. en í þessu er einingus vatn og bragðefni s.s. ekkert tóbak eða óhollt.. í þessu er hægt að kaupa sér allar bragðtegundir.. þau fengu sér piparmynti, epla og vínberja ef ég man rétt, bróðir kærasta Desiree kom með vinkonu sína þarna í stutta stund þar sem þau höfðu misst af myndinni og voru að bíða efir að ný mynd byrjaði, stelpan var klædd í abaja, hún var einungis 15 ára, voða fín.
Vikan er búin að vera fljót að líða og strembin.. maður er að vakna um 5 leytið og er að koma heim um 4 alveg uppgefin, ekki mikill heimalærdómur er komin enn... en úfff það verður strembið að halda sér uppi til að læra eftir 11-12 tíma í skólanum.. en þetta eru víst fyrstu 2 vikurnar sem eru svona strembnar.. í fyrstu vikunni af SEP (safety procedurið) förum við í simulaterana sem er víst geðveikir! þar upplifum við decompression, ditching og margt fleira :D
í gær var ég búin snemma í skólanum vúhú! s.s 15:30.. svo þegar ég kom heim alveg uuuppp gefin ákvað ég að kíkja inná e-learning svæðið mitt.. eigum s.s. að gera heimalærdóm aðeins á netinu fyrir tímann á sunnudaginn.. (mánud. á dubai mælikvarða) ég fékk agalegt sjokk þegar ég sá að ekki var hakað við flight time limitation verkefnið hjá mér.. þannig ég bara neiihh!! þarf að fara upp í skóla.. ég sem var byrjuð að rífa snúðinn úr hárinu skellti mér í uniformfötin upp með hárið og niður í lobby! þar þurfti ég að bíða í 20 min í steikjandi hita eftir taxa... svo þegar ég komst lokins! í skólann var búið að loka honum!!! ojj hvað ég var pirruð... en stelpurnar sögðu mér að það væri ekki hægt að sjá hakið við verkefninu heima... soldill léttir að heyra það.. þannig ég fór bara í rútuna með hinum krökkunum heim, þar var búið að plana djamm í Irish village.. rosa kósy bar stemming þar.. ég var komin heim um 6 alveg búin á því..um kvöldið var dansað og skemmt sér til 3.. og þá er kl 2300 hjá ykkur á fimmtudagskvöldi, það var skrítið að sjá alla allt öðruvísi í djammoutfitti þar sem við stelpurnar t.d. erum alveg uppstrílaðar með rauðan varalit í skólanum.
Um daginn fór ég útað borða með Imad, Gytis og Katerinu hjá Dubai mall, sátum akkurat við hliðina á Burj Khalifa sem er stærsti turn í heimi.. þar fékk ég stærsta hamborgara sem ég hef nokkurntíman séð.. sem betur fer segi ég nú fyrir að hafa ekki keypt mér franskar með!! var ekkert svöng morgunin eftir þegar ég vaknaði eftir þessa svakalegu máltíð.. Meðan við borðuðum gátum við séð stórkostlegu gosbrunasýninguna sem er alltaf sýnd á kvöldin.. mjög fallegt.. og svaka tónlist og allt með. :) Svo þegar við ætluðum heim lentum við á ÖMURLEGUM taxa kalli.. ég, Katerina og Gytis búum á sama stað, við settumst uppí taxan og segjum að við ætlum á Millenium tower.. jája ekkert mál með það, svo byrjar hann að keyra og spyr okkur svo heyrðu já hvernig kemst ég þangað! og við bara ööhhh litum hvort á annað frekar skellkuð, þar sem Millenum tower er við hliðina á Mollinu eiginlega, en smá krókaleið að komast að því. Karlinn var svoo ömurlegur að hann endaði með að keyra 3 hringi!! í kringum *bíbb* mallið, við vorum orðin brjáluð á honum, hann vildi ekki einu sinni hleypa okkur út til að taka nýjan taxa! ohh hvað þetta var pirrandi, en við komust heim á endanum fyrir 20 dirham. Venjulega er það 10! Gytis talaði við hann og sagðist bara ætla borga 12 fyrir þetta.. en taxa karlinn bara neinei you pay.. þeir fóru að þræta aðeins þarna og ég hugsaði með mér vá ég ætla nú ekki að fara lenda í veseni og hvað þá fangelsi fyrir að borga ekki leigubílstjóra 7 dirham.. þannig við borguðum með ekki bros á vör.. taxa karlarnir hérna geta verið alveg ótrúlegir..
En núna ætla ég að fara sofa.. þarf að safna kröftum í SEP námskeiðið sem er að fara hefjast.. er líka að fara til læknis kl 9! í fyrramálið.. ömurlegur tími! Emirates heimtar að ég noti linsur í fluginu, stóðst nú samt allar augnlæknaskoðun heima.. eeeeeen neinei hér var bara einhver hjúkka sem greindi mig að ég ætti að kaupa linsur svo að sjálfsögðu gerði ég það:o)
Hafið það gott um helgina :D
Knússsss frá Dubai ;**
-Anna Kolbrún

Tuesday, 25 May 2010

Dubailíf :)

Halló elsku fallega fólk nær og fjær!

Loksins er ég búin að finna bloggsíðu sem virkar!
Núna er vika síðan ég lagði af stað í þetta svaka ævintýri til Dubai..
Það byrjaði að ég þurfti að fljúga til London og þaðan til Dubai..í London var að sjálsögðu komið við á Starbucks.. hérna úti er Starbucks á öllum götuhornum.. eins og úti, ég lenti uppúr miðnætti í Dubai og þurfti svo að bíða í einhverntíma þar eftir fleira fólki sem var að lenda og var líka að byrja, á meðan ég beið hitti ég nokkra aðra sem eru líka að byrja.. fólk alveg allstaðar úr heiminum! mjög gaman.. ég var komin uppí íbúðina mína svona um 4 leytið alveg dauðþreytt, kunni að sjálfsögðu ekkert á loftkælinguna þannig ég var að deyja úr kulda úff.. en núna er hún komin í lag:)
Stelpurnar sem ég bý með virðast vera mjög yndislegar.. þær heita Kitty frá Þýskalandi (31 árs) og Desiree frá Spáni (28 ára). Íbúðin er alveg æðislega flott! eins og að lifa bara á hóteli, með lobbyi og allt hehe.. útum svefniherbergisgluggan minn er útsýni útum stærsta turn í heimi, er á 15 hæð.. get aldrei munað hvað hann heitir þó ég heyri nafnið oft á dag.. kalifa e-h? Húsið mitt þykir flottasta byggingin á svæðinu sem er í boði fyrir cabin crew, erum með geðveika sundlaug og flotta líkamsrækt! mikil öfund í gangi hehe.. sumir eru búsettir útí rassgati í eyðimörkinni... s.s. mjög langt fyrir það fólk að komast downtown.. ekki að ég viti hvar það er en ég veit hvar eyðimörkin er og hun er ekki nálægt neinu hehe
Um daginn fórum við til læknis í blóðprufur og svoleiðis.. frekar ógeðsleg læknisaðstaða fannst mér.. :/ þurfti að biðja konuna að vinsamlegast að skipta um hanska áður en hún færi eitthvað að meðhöndla sprautuna og mig.. var s.s. í blóðprufu, þetta fólk er svo sérviturt, þurfum að endurtaka næstum öll læknisprófin aftur hérna úti! fáranlegt, eins og þetta var fáranlega dýrt á Íslandi! Hérna er eiginlega ekkert sem heitir strax þannig mest allur dagurinn fer bara í að bíða og bíðaaaaa.....
Um daginn fórum við í sætesýnistúr um Dubai.. fórum m.a. á Palm island.. þessa flottu.. engar smá byggingar sem eru hérna í Dubai.. bara GEÐVEIKT.. það er örugglega mjög gaman að vera arkitekt hérna og missa sig í ýmindunaraflinu..
Yfirmanneskjurnar hérna eru mjög strangar! er skíthrædd við þær, sem er kannski bara gott það heldur manni sko við efnið.. maður er að vakna 0500 á morgnanna til að hafa sig til þar sem bussinn kemur rétt fyrir 6 að pikka mann upp og skutlar manni í skólann. Skólinn er alveg geðveikt flottur!! trúi ekki að það sé til svona mikið sem snýr bara að cabin crew, erum í nokkrum byggingum sem við þurfum að taka buss á milli.. hlakka til að sjá simuleterana sem eiga víst að vera eitt það bestu í heimi! Emirates er að þjálfa önnur flugfélög en sitt eigið hef ég heyrt. Núna voru ca 38þús manns sem sóttu um hjá þeim, 23500 komust í Final interview og 3300 manns komust að!!!!!!!!!!!!!!!!! þannig að er mjög gaman að hugsa útí hvaða stóra hópi maður var valinn úr.. eins gott að standa sig vel! :D
Í gær fórum við og mátuðum uniformið, það var geðveikt gaman, núna er verið að panta það/sauma á okkur og munum við fá það eftor 5 vikur skilst mér.. þá þurfum við að ganga í því í skólanum. Erum núna í æðislega fallega rauðum stuttermabolum.. sem er einskonar uniform.. þurfum að vera alveg eins útlýtandi varðandi make up, uppsett hár og í aðal uniforminu nema en erum í öðruvísi fötum.. héra eru geðveikt strangar REGLUR.. það má ekki borða og labba á sama tími. ekki drekka úr stút, alltaf að nota rör eða vera með bolla á sér, bannað að vera með tyggjó, bannað að krossleggja hendur og blabla.. get ekki talið allt upp það er svo mikið..þannig að maður hefur voða lítin tíma til að borða.. borða morgunmat fyrir 6 og síðan eiginlega ekki neitt nema um 12 og svo 17!! það er ekki neitt.. svo þegar ég kem heim er ég yfirleitt of þreytt til að elda og gera neitt, er búin að elda einu sinni, og var það kjúklingur og hrísgrjón(sem voru frekar hörð) :(
í dag fórum við aftur til læknis.. þurftum að pissa í glas( drugtest) á klóstinu var ekkert rennandi vatn því fólk hefur víst verið að mixa vatni útí pissið sitt til að drug-ið sæist ekki.. frekar ógeðslegt! en maður labbaði með þetta yfir í herbergi við hliðiná og gat þvegið sér þar.. svo var líka tekin af okkur ID- mynd.. það var nú frekar skrítin aðstaða.. einhver arabi inní skáp liggur við þar sem þetta var svo lítið rými og við vorum 3 að kúldrast bakvið pínulítið cover sem við gátum skipt þar sem við þurftum að vera í uniform jakka á myndinni og skyrtu.. svo tók hann 1! endurtek 1!! mynd og sagði svo bara búið.. þannig maður vonar bara að þetta sé okei mynd, maður situr uppi með hana forever! ég er búin að kynnast fullt af frábærum krökkum frá allstaðar úr heiminum! mjög gaman :D og já hérna 80-90% af strákunum hommar! á einmitt 2 rosa sæta homma vini.. það eru einmitt þeir sem eru með mér á myndunum ef þið voruð e-h að pæla.. s.s. snaaaaar öfugir haha.. ekki til 1 karlgen í þeim eiginlega, engin smá beib sem þeir geta verið! :D hah
Hérna er veðrið í 38- 40°c ógeðslega heitt, maður finnur mikið fyrir því útaf rakanum í loftinu.. leiðinlegi bus-karlinn henti okkur einmitt útí dag í vitlausri byggingu og við þurftum að ganga smá spöl! og smá spöl í hælum, sokkabuxum og því tilheyrandi, svört föt.. var ekkert grín! hélt ég myndi varla meika það í skólann..eftir 3 vikur mun hitinn hækka.. það verður svakalegt! þá er hann víst í 43-50°c.. gæti farið hærra! en það er alltílæ þar sem ég mun bara hanga inni og læra í kuldanum.. ekki mikið líf framundan nema lærdómur! maður getur eiginlega ekkert verið í sólbaði útaf rakanum, maður verður s.s ekkert brúnn, og ég nenni ekki að liggja í sólbaði til einskis, ónei.
En ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.. man ekki alveg eftir meiru skemmtilegu eins og er til að segja ykkur :)

Knús og kveðjur héðan í Dubai! :D -Anna

Dubai

halló