Friday, 11 June 2010

SEP - Check!

Hallóo! :D

Góðar fréttir: ég náði SEP! :D víiii það er semsagt SafetyEmergencyProcedure. Fínar einkunnir líka :D 2*100% og 1 96% frekar sátt með það! Var með alveg æðislega þjálfara, sem ég á svoo eftir að sakna þeirra, þær voru æðislegar! :D
Núna í næstu viku hefst svo GMT sem er skyndihjálp og fleira. Þessi vika er víst frekar töff! og alveg til í því að fólk sé að falla, þannig maður verður bara að duglegur að læra heima ogfleira.
Í l0k næstu viku eftir GMT fæ ég UNIFORMIÐ jeijjj! :D hlakka svo til. Í framhaldi af því koma service training og securtiy ofl.
Þessi vika er búin að vera erfið, mikið lært þar sem þetta var prófa vika, og í gær var sko farið og dansað! Byrjaði nú samt á því að kaupa kjól og bol, :) síðan fór ég á Shrek 3 með Katerinu ,þetta er mjög skemmtileg mynd og það var mikið hlegið:D ég fór á 2130 sýningu og þar voru fullt af litlum börnum, fannst það svo skrítið, talaði um það við Desiree my flatemate og hún sagði mér að það væri algengt að börn væru vakandi frameftir öllu!
Eftir bíó var svo farið í partý rétt hjá. Fullt af fólki, eftir partýið fórum við á Zink sem er mjög skemmtilegur staður og mikið af cabin crew sem hengur þar. Ég fór með 5 hommavinum mínum hehe það var áhugavert og ótrúlega gaman! :D þeir eru svo miklar dívur þessar elskur og kunna sko að dansa, einn vinur minn er frá Dominískalýðveldinu og sá kann sko að dilla sér! Engar smá flottar mjaðmahreyfingar, ég leit út eins og karlmaður við hliðina á honum hahaa ;D
Deginum í dag var svo eitt í ströndina, fór þangað með 3 hommavinum mínum hehe. Gytis, Ali og Micheal. Síðan bættist einn við í hópinn sem er vinur Ali, það var voða gaman og mér leið á tímabili sem 5 hjólið :P það var svoo heitt á ströndina að vatnið í flöskunni minni var við að sjóða! Við vorum þarna í smátíma og fórum svo og fengum okkur að borða, ég fékk mér pennepasta með grænu pesto og kjúkling. Það var mjög áhugavert, hef aldrei smakkað pesto með pasta áður.. Eftir það kom ég heim og í sturtu! það var sko sandur alstaðar, þar sem það er svo mikill raki er sandurinn hálf klesstur við þig og það er frekar ógeðslegt, hárið á mér er líka í rusli Vatnið hérna í Dubai er ömurleg, það er frá sjónum og svo er það hreinsað aðeins og dælt í húsin, eða hitakútana, það gerir það að verkum að fólk fer að missa hárið, takk fyrir! ég er farin að finna fyrir miklum mun á hárinu á mér, það er roslega þurrt og skrítið, og svo í gær var ég með svakalegt hárlos þannig þetta er að byrja! :/ Núna í kvöld verður svo farið snemma að sofa og safnað kröftum fyrir komandi viku - GMT! Seinasta vika tók rosalega á, en ég lifði hana af. :)
Bankinn hérna hringdi í mig í vikunni þar sem ég sótti um debetkort hérna svo Emirates geti lagt inná mig launin mín í komandi framtíð. BÍBB bankinn er núna að segja mér að ég sé hvergi til í kerfinu, frekar ömurlegt þannig ég þarf örugglega að sækja um nýtt kort, finnst það frekar fáranlegt að þau séu að hringja í mig þar sem hvernig vita þau annars númerið mitt! bekkjarbróðir minn sem hefur búið hérna í 5 ár sagði að þetta væri mjög algengt hérna að allt væri óskipulagt.
Á morgun verður svo farið og verslað í matinn. Ég á nánast ekki neitt eftir af seinustu innkaupum. En í seinustu viku var sko ekkert eldað, enginn tími til þess, keypti mér bara heitan mat í hádeginu í skólanum og snarl hérna heima í staðinn. Ég er að borða á svo óreglulegum tímum, að það er fránalegt, stundum borðar maður bara 4 sinnum á dag og dagurinn byrjar um 0500! maður veit aldrei hvenær maður mun borða, og ekki má maður borða á hlaupum né opinberlega í skóla uniforminu, það má ekki einu sinni vera með tyggjó!
Rauði varaliturinn er farin að venjast soldið loksins, þar sem hann verður daglegt brauð á næstunni.
Eeenn ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, er svo þreytt að augun haldast varla 0pin mikið lengur. :)

Knúuusss heim til allra ;**
Anna Kolbrú

5 comments:

  1. Gaman að lesa bloggið þitt, hlakka til að koma í júli, :)

    ReplyDelete
  2. gaman að fylgjast með þér á blogginu þú ert skemmtilegur penni, hlakka til að sjá fleiri myndir á facebook.

    ReplyDelete
  3. Þú stendur þig vel eins og alltaf Anna mín. Allir biðja að heilsa. Gangi þér vel í þessari viku.
    :)

    ReplyDelete
  4. flotta, skotta , lotta til hamingju með að hafa náð prófinu ;) æ þú ert svo dugleg rúsinan mín ;) hey það var ein í vinnunni minni að segja mér í dag að hún væri að flytja til Dubai á föstudaginn , ég sagði: hey vá það er frábært ég á sko frænku þar hehe ;)
    en gangi þér vel í næstu törn og hlakka til að sjá fleyri myndir ...
    <3 love u a lot litla frænkz <3
    klems Jóna <3

    ReplyDelete
  5. Til hamingju með árangurinn í prófunum!
    Að sjálfsögðu dúxaðir þú þetta, hvað annað!! Ert svo klár ;)

    Nú þarf bara að fjárfesta í killer sjampói og hárnæringu! Og taka A,B,E og C-vítamín, styrkir hárið og kemur í veg fyrir hármissi :) Vil ekki fá þig sköllóta heim frá Dubai! ;)

    Kiss og knús elsku vinkona! Hafðu það gott ;***

    ReplyDelete